Húnavaka - 01.05.1969, Page 11
HÚNAVAKA
9
Lýsingin £er þannig fram:
„Lýsist til hjónabands fyrsta sinn með Jóni Jónssyni og Sigríði
Sigurðardóttur. Þessi brúðhjónaefni blessi guð á hæðum og láti
þetta kristilega fyrirtæki þeirra verða þeim sjálfum til farsældar
í bráð og lengd og öðrum til góðs eftirdæmis og fyrirmyndar. Viti
nokkur meinbugi á þessu, á hann að segja til í tíma.“
Svona var lýsingin, og eins var lýst í annað og þriðja skipti þar
á eftir.
Ef gert var löglegt forboð gegn hjónabandsstofnun, eru brúð-
hjónaefnin ekki gefin saman, fyrr en dómur er genginn.
Það mun hafa verið um 20 árum fyrir brúðkaupið 1 Flatey, eða
um 1830, að svo bar við, þegar lýst var í Kirkjuvogskirkju í Höfnum
suður, að stúlka nokkur spratt upp úr sæti sínu í kirkjunni, þegar
prestur hafði lokið lýsingu, og kvaðst lýsa meinbugi á þessu
hjónabandi, því að brúðguminn, sem hann lýsti með, hefði verið
sér lofaður. Máli sínu til sönnunar sýndi hún presti og söfnuði
stóran og skrautlegan silkiklút, sem hún kvað þennan unnusta sinn
hafa gefið sér sem tryggðapant. Presturinn bað hana að setjast og
hafa hljótt um sig, svo að ekki yrði hneyksli í kirkjunni. Hún varð
við þeim tilmælum hans. En eftir messuna kallaði presturinn stúlk-
una fyrir sig og þann, sem hann hafði lýst með. Lauk svo þeim við-
skiptum, að maðurinn varð að greiða stúlkunni 10 ríkisdali, til
þess að sleppa við hana og geta frjáls og óhindraður gengið að eiga
þá stúlku, sem lýst hafði verið með.
Þegar tók að líða á lýsingarnar og enginn meinbugur virtist á
stofnun hjúskaparins, tók brúðguminn að draga að veizlukostinn.
Væri brúðguminn ungur og óreyndur, leitaði hann ráða hjá mönn-
um, sem lögðu niður fyrir honum, hversu mikið þyrfti af hverri
tegund, þegar þeim hafði verið sagt, hve mörgu fólki ætti að bjóða.
Gamlir og reyndir menn í þessum sökum vissu, hvað hver kálfur
og hver kind væru margir málsverðir. Sama máli gegndi um kaffi,
vínföng o. s. frv.
V.
Þá var það næsta verkefnið að tala aftur við prestinn og dagsetja
brúðkaupið.
Og nú var komið að því að útvega búrkonu, sem svo var nefnd.