Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 12
10
HÚNAVAKA
Var ein látin naegja, ef gert var ráð fyrir fámenni í brúðkanpið,
annars voru þær hafðar fleiri. Til þessa ábyrgðarmikla starfs voru
að jafnaði valdar þær konur, sem kunnar voru fyrir hreinlæti og
góða kunnáttu í matargerðarlistinni.
Næst var fyrir hendi að útvega frammistöðumenn. Til þess voru
yfirleitt valdir menn, sem þekktir voru fyrir reglusemi og höfðu orð
fyrir að vera dugandi menn. Þeir sáu um að tjalda veizlusalinn.
Að sumarlagi var þá búinn til svokallaður „skans“ eða tjaldbúð. En
að vetri til var venjulega stór skemma klædd innan, ef stofurými var
ekki nóg. Frammistöðumennirnir sáu líka um annað starf, sent
mörgum reyndist vandasamara. Þeir áttu að skipa mönnum í sæti.
Þeir sögðu líka fyrir um borðsiði. Einnig báru þeir mat og vín um
borð og á þeim hvíldi sú skylda að bjóða gesti velkonma.
Eins og geta má nærri, reyndist oft erfiðleikum bundið að draga
að borðbtinað. Oft fór svo, að það varð að fá hann lánaðan. Það var
venja, að flestir, sem áttu talsvert af borðbúnaði, höfðu merki sitt
á diskum, dúkum, hnífum o. s. frv., því að annars hefði orðið erfitt
að greina sundur og afhenda hverjum sitt að veizlunni lokinni.
Það var ekki talið sama, hvaða dagur var valinn fyrir brúðkaups-
dag. Mest traust báru menn til laugardaga og föstudaga. Annars
var hægt að notast við aðra daga vikunnar, nema mánudaga og mið-
vikudaga, því að þeir voru hreint og beint kallaðir og taldir ó-
heilladagar (og svo er raunar enn þann dag í dag, að mánudagurinn
er talinn óheilladagur). Það varðaði Jrví ekki svo litlu, að velja þá
ekki fyrir brúðkaupsdaga, ef hjónabandið átti að verða hamingju-
samt, líkt og Jón 7’horoddsen vill hafa Jrað, sbr. seinni vísuna, sem
við nefndum hér að framan .
Enn er ónefndur einn vandinn og ekki sá minnsti, en það var að
bjóða til brúðkaupsins. Margir voru veizlukærir og viðkvæmir, et
einhver var skilinn eftir, sem taldi sig sjálfsagðan í veizluna. Stund-
um gat hlotizt óvinátta eða jafnvel fullur fjandskapur, ef stórbokkar
eða skapmiklir menn áttu í hlut. Það varð líka að forðast Jrað að
bjóða of seint, t. d. daginn fyrir veizluna. Slíkt boð var kallað
„hundaboð“ og töldu flestir virðingu sinni misboðið, ef þeir urðu
fyrir slíku. Þeir voru líka fáir, sem þáðu slík boð. En þó að menn
vildu gjarnan sitja brúðkaupsveizlu, vildu samt fáir koma óboðnir
þangað, því að þeir voru almennt kallaðir „boðflennur". Annars
var hægt að komast í brúðkaupsveizlu „á heiðarlegan" hátt, án þess