Húnavaka - 01.05.1969, Page 13
HÚNAVAKA
11
að vera boðinn. Það var hægt með því, að fara í annars stað, sem
boðinn var, en einhverra hluta vegna gat ekki mætt í veizlunni.
VI.
Loks rann hann svo upp úr skauti næturinnar þessi langþráði
brúðkaupsdagur. Brúðhjónin og ýmsir aðrir þeim nákomnir, voru
snemma á fótum. Þá varð þeim fyrst fyrir að gá til veðurs, því að
það var almennt talið, að svo yrði „hagurinn sem dagurinn", eins
og það var orðað. Hún er óneitanlega merkilegri en margur hygg-
ur vísan, sem við kunnum — já, allir uppkomnir íslendingar:
„Nú er úti veður vott,
verður allt að klessu.
Ekki l'ær hann Grímur gott
að gifta sig í þessu“.
Við skulum í því sambandi meðal annars, gefa gaum að því,
hversu veðrið var talið hafa mikil áhrif á framtíð brúðhjónanna.
Vceri þoka, var talið að hjónabandið yrði meinlaust og gagnslaust.
Vœri óveður, var talið víst, að ósamlyndi einkenndi sambúðina í
hjónabandinu. Döggfall eða iiðaregn var öruggt merki þess, að af-
komendur brúðhjónanna yrðu margir. Heiðrikja og logn var talið
bezta veðurfarið, því að þá yrði hjónabandið friðsælt og gleðiríkt.
Brúðkaupsdagurinn var runninn upp. Snemma um morguninn
fóru menn að búa sig til kirkjunnar og bjuggust þá auðvitað allir
sínum beztu klæðum — sjaldhafnarfötum —, (Jdví að búast mátti við,
að eftir því yrði tekið, ef menn voru ekki vel til fara).
Alltaf mun það hafa verið svo, að beztu reiðskjótarnir voru valdir,
því áð oft var sprett úr spori til kirkju og heim á leið að loknu brúð-
kaupi. Bar æði oft við, að mönnum hlypi kapp í kinn og kepptu um
það, hvaða hestur bæri af einhverjum öðrum, sem með var í förinni.
Þegar komið var á kirkjustaðinn, var öllum gefið kaffi og með
því. Þegar flestir eða allir höfðu fengið nægju sína af þeim veiting-
um, tóku þær konur, sem til þess höfðu verið ráðnar, að láta skautið
á brúðina. Á meðan gekk presturinn með brúðgumanum og svara-
mönnum til kirkjuniiar, til þess að gera hinn svokallaða kaupmála.