Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 14
12
HÚNAVAKA
Þá ákvað brúðguminn, eða tilkynnti fyrirfram ákvörðun um það,
hve mikið hann gæfi konu sinni í morgungjöf. En morgungjafir eða
bekkjargjafir (sbr. brúðarbekk) tíðkuðust lengi, en þær voru mis-
jafnar að vöxtum (ýmist vegna getuleysis eða nízku). Stundum voru
morgungjafir svo ríflegar, að undrum þótti sæta. Til dæmis má
nefna það, að á Skarði á Skarðsströnd gaf brúðgumi brúði sinni
fulla pottkönnu af silfurspesíum og 50 hundraða jörð í bekkjargjöf.
Væri morgungjöfin fasteign, var hún óskipt eign konunnar, ef hún
lifði mann sinn.
Það stóðst venjulega nokkurn veginn á, að þegar samningsgerð-
inni var lokið, var brúðurin tilbúin og hófst þá niðurröðunin í hina
frægu brúðargöngu. Röðuðu sér allir upp á hlaðinu fyrir framan
bæjardyrnar á kirkjustaðnum. Röðin var tvísett og var raðað eftir
mannvirðingum. Venjulegast voru fremstar látnar ganga 6 meyjar
og leiddust tvær og tvær. Þá kom brúðurin og leíddi prestskonan
hana. En ef svo ólíklega vildi til, að prestskonan væri engin, leiddi
t. d. hreppstjórafrúin brúðina. Næstur konr brúðguminn og leiddi
hreppstjórinn hann eða annar, sem talinn var helzti maðurinn í
boðinu. Þar á eftir konru piltar og stúlkur, sem við skulum minnast,
að Jrá kölluðust yngismenn og yngisnreyjar. Leiddust þau tvö og tvö.
Síðan komu bændur með konur sér við hlið. Einstaklingar ráku
lestina. Brúðargangan var hafin. Var gengið svo hægt, að Jón Thor-
oddsen segir einhvers staðar, að meðan fólkið þokast 30 faðma, hefði
Irerlið á sama tínra getað farið tvær rastir, sem eru því sem næst 24
km. Hafa fleiri lýst jrví, lrversu lrægt var farið, og er það allt að ólík-
indunr. En svona var þetta. Meðan áfram þokaðist til kirkjunnar,
var klukkum hennar hringt og sungið versið: „Inngang bæði og út-
gang minn“. Var sungið svo lrægt, að væri í fullu samræmi við brúð-
arganginn.
Þegar í kirkjuna kom, tók hver sér sæti. Fyrir miðjunr kórnunr
lrafði verið settur bekkur. Hann var venjulega klæddur glitofinni
ábreiðu og á honunr voru tvær sessur. Svaramennirnir leiddu brúð-
hjónin þangað til sætis, brúðgumann sunnanvert, en brúðina norðan-
vert á bekkinn. Þá lrófst hjónavígslan með því, að sunginn var sálnr-
urinn: „Heimili vort og húsin með“. Síðan var sungið versið: „Fyrsta
brúður hins fyrsta manns". Þegar því var lokið, flutti presturinn
ræðu sína. Oft kom það fyrir, að ræðan var löng. En þegar hún var
á enda, lagði presturinn 3 spurningar fyrir brúðhjónin, sem þau