Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 16
14
HÚNAVAKA
Þegar loks hafði verið raðað til borðs, var farið að syngja borð-
sálminn: „Faðir á himna hæð“. Þessi sálmur er 9 vers og var sung-
inn afar hægt, því að venja var að „draga seiminn", eins og það var
kallað. Fyrsti rétturinn var nú þegar kominn á borð. Það var súpa
og ilminn af henni lagði fyrir vit gestanna. (En það dróst, að byrj-
að væri að gera súpunni skil). —■ í veizlu nokkurri kom það fyrir,
að rnaður, sem var orðinn sérstaklega óþolinmóðnr, kallaði svo hátt,
að allir gátu heyrt, þegar komið var í áttunda vers sálmsins: „Hér
vantar spón!“ Má nærri geta, hver áhrif slík veizluspjöll hafa haft
á gestina.
Þegar lokið var að syngja borðsálminn, sagði frammistöðumað-
urinn hátt og skýrt:
„Heiðarleg brúðhjón segja alla gesti velkomna og biðja þá að
neyta þess, sem Iram er reitt, og biðja alla að færa á Hetri veg, þótt
eitthvað kunni áfátt að verða.“
Að loknum þessum formála mátti fyrst fara að gera matnum sk.il.
Það var sannarlega ekkert undrunarefni, þó að menn væri farið að
langa til að leggja til atlögu við réttiua, önnur eins kynstur og fram
voru borin í stórveizlunum. Hér skal ekki reynt að telja það allt
upp. En til jress að gefa ofurlitla hugmynd um það, skulu hér taldir
þeir kjötréttir, sem samtímis voru bornir á borð í mikilli brúðkaups-
veizlu. Upptalningin er höfð eftir manni, sem sat eina af þessum
stórveizlum. Þessi maður sagði:
„Þarna var forna kjötið, hangna kjötið, gamla kjötið, kalda kjöt-
ið, sauðakjötið, saltkjötið, kálfskjötið og steikin".
Þessi upptalning minnir sannarlega talsvert á kræsingarnar, sem
Gröndal lét forðum bera á borð fyrir Napóleon mikla í bók sinni
Heljarslóðarorrustu. Samt muu sá munur vera á, að Gröndal skáld-
ar, en hinn segir satt.
VIII.
Einn var sá réttur, sem talinn var ómissandi í hverri veizlu, en
það voru lummur. Margir tóku vel til sín af þeim, eins og bezt er
að láta eftirfarandi frásögu lýsa:
Maður nokkur, sem var óvenjulega veizlukær, varð snögglega
lasinn í veizlu, um það leyti sem farið var að bera leifarnar af borð-
unum. Frammistöðumennirnir báðu þá fjóra unga menn að fylgja