Húnavaka - 01.05.1969, Síða 18
16
HÚNAVAKA
þar sem jafnvel brúðguminn varð að taka til höndunum. Sem betur
fór, var slíkt mjög sjaldgæft. Undir flestum kringumstæðum var
hægt að stilla til friðar og láta veizluna enda með sátt og í samlyndi,
svo að allir máttu vel við una.
í brúðkaupsveizlum kom það fyrir, að einhver efnaður ættingi
eða vinur brúðhjónanna, stóð upp og lýsti því yfir, að hann gæfi
þeim, öðru eða báðum, svona eða svona mikla brúðargjöf. Þá kom
fyrir, að annar vildi ekki vera minni, stóð á fætur og lvsti því yfir,
að hann gæfi stærri gjöf. Ekki er ólíklegt, að keppni um beztu gjöf-
ina hafi sprottið af fullmikilli víndrykkju og hafi leitt til leiða eftir
á. En það er auðvitað ekki okkar að dæma um það.
Að lokinni púnsdrykkju var staðið upp frá borðum og þá var
farið í ýmis konar leiki. Einnig var mikið um hópsöng. Þó að sá
söngur væri ekki alltaf sem fegurstur, kunnu menn honum samt
mæta vel. Þar söng „hver með sínu nefi“, og var röddinni venjulega
beitt til hins ýtrasta, en ekki verið að fága tónana. Tvísöngur var
oft í veizlum þessum. Oft var það líka, að söngvarnir og söngvar-
arnir hrifu áheyrendurna, svo að til þess var tekið. Iðulega voru
sagðar sögur í þessum veizlum. Það þótti ákaflega góð skemmtun,
ef sögumaðurinn fór vel með efnið. Eins kom það oft fyrir, að sagð-
ar voru ferðasögur af þeim, sem víða hafði farið, og þóttu slíkar
ferðasögur mikils verðar, ef sögumaðurinn var víðförull, hafði t. d.
gist önnur lönd.
Mikið var um það, að menn færu í smáhópa og tækju til við
margs konar leiki eða keppnir. Einn hópurinn fór að kveðast á eða í
sópana, annar hópurinn að leika kotru, o. s. frv. En svo voru þeir
margir, einkum hinir eldri, sem þá tóku tal með sér og ræddu um
„landsins gagn og nauðsynjar“. Þannig voru mörg velferðarmál rædd
og jafnvel teknar mikilvægar ákvarðanir. Félagslega séð, gátu slíkar
viðræður í veizlulok, orðið til þess, að mál, sem snertu almenning,
voru tekin til meðferðar.
Þá kom það fyrir, að yfir púnskollunum voru strengd heit, sem
ekki var alltaf staðið við.
Brúðkaupsveizlurnar stóðu oftast fram á næsta dag. Þá fór hver
og einn að tygja sig til heimferðar. Ekki voru allir svo vel á sig
komnir úr sumum veizlunum, að þeir kæmust hjálparlaust til síns
heima.
Það kom fyrir, að brúðkaupsveizlur stóðu marga daga. Algengt