Húnavaka - 01.05.1969, Page 21
SR. ÞORSTEINN B. GÍSLASON:
Blönch
uoss
Kirkjan, sem nú er á Blönduósi, er fyrsta kirkjan, sem þar var
íeist. Áður var sóknarkirkjan á Hjaltabakka og hafði svo verið frá
fyrstu tímum kristninnar í héraðinu. Þar var þá jafnframt prest-
setur og sóknin sérstakt prestakall, allt til þess, að hún var sameinuð
Þingeyraklaustursprestakalli með lögum frá 4. nóv. 1881.
Hvenær kirkja hefir þar verið byggð er ekki vitað, en sennilega
hefir það verið fljótlega eftir að kristnin tók að ryðja sér til rúms
í landinu.
Fyrsti presturinn, sem um getur í prestatali séra Sveins Níelssonar
á Hjaltabakka, er Jóngeir nokkur, sem annars er ekkert vitað um
annað en það, að hann er þar prestur fyrir eða um aldamótin 1300.
Annarra presta er þar ekki getið fyrir siðaskipti.. Bendir það til þess,
að þar hafi ekki setið neinir atkvæðamenn eða sérstakir merkisprest-
ar, þessar fyrstu aldir.
Kirkjan á Hjaltabakka var helguð guði og heilögum Nikulási,
en áður fyrr var venja að velja kirkjunum einhvern dýrling eða
verndara. Sem arftaki kirkjunnar á Hjaltabakka, ætti því Blöndu-
ósskirkja einnig að njóta verndar og fyrirbæna þessa heilaga manns.
Það er annars dálítið einkennilegt, að allar kirkjurnar, sem nú eru
í Þingeyraklaustursprestakalli og ennfremur Grímstungukirkja,
meðan hún var til, voru helgaðar þessum sama manni. Það er þess
vegna ekki úr vegi að vita örlítil deili á honum.
Heilagur Nikulás, sem hér er um að ræða, var biskup austur í
Mirreu í Litlu-Asíu á fyrri hluta 4. aldar eða á dögum Díócletian-
usar keisara í Róm og varð hann á tímabili að sæta ofsóknum fyrir
trú sína. Hann var nafntogaður fyrir örlæti, hógværð og lítillæti.
Hann var talinn sérstakur verndari barna, námsmanna og sjómanna
og ferðaðist mikið um biskupsdæmi sitt. Um og eftir árið 1000 fór
helgidýrkun hans að breiðast mjög út og var hann mikið tignaður