Húnavaka - 01.05.1969, Side 22
20
HÚNAVAKA
í kaþólskum sið. Allmargar kirkjur hér á landi voru helgaðar hon-
um og svo er víða um hinn kristna heim. í Englandi eru þær t. d.
taldar um 400. Til er á íslenzku allmikil saga um hann með for-
mála eftir Berg ábóta Sokkason á Munkaþverá. Ennfremur eru til
um hann tvær drápur frá miðöldum, önnur ort af Haili presti Og-
mundarsyni. Artíðadagur heilags Nikulásar er 6. desember.
Eftir siðaskiptin sátu ýmsir merkisprestar á Hjaltabakka. Má þar
nefna t. d. Halldór Amundason, Jakob Finnbogason, Pál Sigurðs-
son og Þorvald Ásgeirsson. Þar fæddist líka Steinn biskup Jónsson,
sem telja má meðal merkari biskupa er sátu á Hólastóli. I.oks má
geta þess, að þjóðskáldinu Matthíasi Jochumssyni var veitt Hjalta-
bakkaprestakall 10. maí 1870, en hann kom aldrei til prestakallsins.
Hvenær síðasta kirkjan á Hjaltabakka var byggð, hefi ég ekki
getað fengið upplýsingar um. Það var timburkirkja og hið sæmileg-
asta guðshús á sinni tíð. En J^egar komið var fram um 1890 var hún
Jsó æði mikið tekin að hrörna og helir hún þá sennilega verið orðin
allgömul. I júnímánuði 1893 er þáverandi prófastur, séra Hjörleifur
Einarsson á Undirfelli, staddur á Hjaltabakka til þess að skoða
kirkjuna og telur hann hana þá orðna svo hrörlega, að nauðsynlegt
sé að endurbyggja hana hið bráðasta. Sama álit hans kemur fram
í des. Jretta ár, er hann alhendir söfnuðinum kirkjuna, en þá tóku
sóknarmenn við umsjón hennar og fjárhaldi. Þetta sama ár kom
líka fram almenn ósk á salnaðarfundi um að kirkjan yrði endur-
byggð og ef til vill hafa áður komið frani raddir í jrá átt. Jafnframt
endurbyggingarmálinu er svo einnig farið að hreyfa því að flytja
kirkjuna frá Hjaltabakka til Blönduóss, senr þá var nokkuð tekinn
að byggjast, en þó að sjálfsögðu fámennur staður. Er ekki vafi á
Jrví, að fyrir því beittu sér einkum Jreir Pétur Sæmundsen, verzlun-
arstjóri, og Jóhann Möller, kaupmaður. Voru þeir báðir miklir
áhugamenn urn kirkju- og safnaðarmál og störfuðu lengi í þágu
sóknarinnar. Eins og vænta mátti sýndist ekki öllum hið sama, er
um flutning kirkjunnar var að ræða, og varð nokkurt reiptog um
málið. Inn í það blandaðist einnig afhending kirkjunnar í hendur
safnaðarins og hafði það nokkur áhrif. Ákvarðanir voru svo teknar
um þetta hvort tveggja á safnaðarfundi, sem haldinn var á Hjalta-
bakka 25. júní 1893. Varð niðurstaðan sú, að söfnuðurinn tók við
umsjón og fjárhaldi kirkjunnar og jafnframt var ákveðið, að hin
nýja kirkja skyldi byggð á Blönduósi. Til samkomulags var sam-