Húnavaka - 01.05.1969, Page 23
HUNAVAKA
21
þykkt að láta grafreitinn vera áfrani á Hjaltabakka og skyldi gamla
kirkjan vera jrar áfram sem líkhús og átti söfnuðurinn allur að halcla
henni við í því skyni. Þessu var Jrá komið í höfn heima fyrir og
málið jrví næst sent til æðri staða til endanlegrar afgreiðslu. Hinn
'61. jan. árið eftir gaf svo landshöfðingi út leyfi fyrir flutningi kirkj-
unnar til Blönduóss.
Var nú farið að luigsa fyrir kirkjubyggingunni og efni til henn-
ar pantað þá um vorið. í júní (10.) þetta sama ár, 1894, fóru fram
lögskipaðar kosningar í sókninni. Voru sóknarnefndarmenn kosnir
þeir Pétur Sæmundsen, verzlunarstjóri, Guðmundur Guðmundsson,
bóndi á Torlalæk og Kristján Halldórsson, veitingamaður á Blöndu-
ósi. Á herðum þessara manna hvíldu því aðal byggingaframkvæmd-
ir hinnar nýju kirkju. Safnaðarfulltrúi var kosinn Jóhann G. Möll-
er, kaupmaður. Sóknarprestur var séra Bjarni Pálsson í Steinnesi,
sem tekið hafði við prestakallinu árið 1887 og þjónaði til ársins
i922. Mun hann og Möller kaupmaður hafa aðstoðað sóknarnefnd-
ina í þessum störfum. Var sóknarnefndinni, ásamt safnaðarfulltrúa
og sóknarpresti, falið að velja í sameiningu kirkjustæðið, og munu
jressir aðilar hafa gert það.
Á kirkjusmíðinni var svo byrjað snemma í sept. og var unnið að
henni óslitið til áramóta. Virðist verkið hafa gengið mjög vel. Yfir-
smiður var ráðinn Þorsteinn Sigurðsson frá Sauðárkróki. Vann
hann víða að kirkjubyggingum og byggði t. d. kirkjur á Auðkúlu
og Bergsstöðuin. Eftir því, sem mér hefir verið tjáð, er hann talinn
iiafa verið dugnaðarmaður, ágætur smiður og drengur hinn bezti.
Með honum unnu að kirkjusmíðinni þeir Gnðmundur Björnsson
frá Brandsstöðum, Eiríkur Jónsson frá Djúpadal, Friðrik Magnús-
son frá Stóru-Borg, Kristján Halldórsson, Blönduósi og Hjálmar
Gíslason. Að byggingu kirkjugrunnsins unnu þeir Albert Jónsson
og Jón Skagfjörð, báðir á Blönduósi. Þá annaðist Benedikt Pétursson
alla járnsmíði kirkjunni tilheyrandi og nam jrað að vísu ekki mik-
illi upphæð. Loks sá Stefán Jónsson, bóndi og smiður á Kagaðarhóli,
um málningu kirkjunnar og var því verki ekki lokið fyrr en á næstu
árum. Yfirleitt var vandað til byggingarinnar eftir föngum og ekk-
ert verulega sparað, þrátt fyrir þröngan fjárhag kirkjunnar. Þarna
áttu líka hlut að máli ýmsir þeir menn, sem voru stórhuga, áhuga-
samir og fórnfúsir, er um málefni kirkjunnar var að ræða. Nokkuð
voru skiptar skoðanir um, hvort byggja skyldi hliðarloft í kirkj-