Húnavaka - 01.05.1969, Side 24
22
HÚNAVAKA
unni og var aukinn kostnaður aðallega Jrað, sem sett var fyrir sig.
Niðurstaðan varð samt sú, að það skyldi gert, en þó þannig, að allur
kostnaðurinn við það skyldi greiddur sérstaklega með samskotafé.
Sýnir þetta meðal annars, hvað menn vildu á sig leggja til þess að
gera kirkjuna sem myndarlegast úr garði.
I ársbyrjun 1895 var kirkjan að mestu fullgerð, enda þótt enn
væri nokkuð ógert, einkum er snerti málningu og síðasta frágang.
Var ákveðið að taka hana sem fyrst í notkun og vígsla fyrirhuguð
fljótlega. Framkvæmdi þáverandi prófastur, séra Hjörleifur Einars-
son, kirkjuvígsluna hinn 13. dag janúarmánaðar, sem árið 1895 bar
upp á fyrsta sunnudag eftir þrettánda. Mun margt fólk hafa verið
Jsar viðstatt og athöfnin öll hin hátíðlegasta. Að vígslu lokinni var
veizla mikil hjá Jóhanni Möller kaupmanni og margt gesta. Erfiðu
átaki var nú lokið. Ný og falleg kirkja var nú risin upp á staðnum.
Forgöngumenn og stuðningsmenn þessa máls höfðu innt af hönd-
um óeigingjarnt starf, sem fyrst og fremst átti að verða guði til veg-
serndar og söfnuðinum til blessunar í framtíðinni.
Þá skal vikið nokkrum orðum að fjárhag kirkjunnar og bygging-
arkostnaði hennar. Sýnir sú hlið málsins ekki sízt, að talsvert mikið
hafði söfnuðurinn færzt í fang. Arin frá 1880 til 1890 voru einhver
mesti harðindakaflinn í sögu þjóðarinnar á síðari tímum. Var af-
koma manna þá víða afar bágborin eins og alkunnugt er. Má að
sjálfsögðu gera ráð fyrir, að hún hafi verið svipuð í Hjaltabakkasókn
sem annars staðar. Hafði það eins og vænta mátti áhrif á hag kirkj-
unnar, bæði af því að hinar föstu tekjur kirkjunnar voru á þeim
tímum með öðrum liætti en nú gerist og reiknuðust meðal annars
af fasteign og lausafé og ennfremur var, eins og gefur að skilja, erf-
iðara með öll frjáls framlög, Jregar illa hafði árað. Sóknin var líka
mjög fámenn, í árslok 1894 voru aðeins 162 menn í sókninni, bæði
börn og fullorðnir. Samkvæmt byggingarreikningi kirkjunnar kost-
aði hún uppkomin kr. 4575.09, og mun þar allt vera meðtalið, jafn-
vel að miklu leyti málning á kirkjunni. Okkur, nú á tímum, finnst
ef til vill þessi upphæð ekki svo ýkja há, en eins og öllum er kunn-
ugt var verðgildi peninga þá svo gerólíkt því sem nú er, að ekki
er saman berandi. Og víst var þetta há upphæð fyrir svo fámennan
og fátækan söfnuð. Síðasta árið sem kirkjan var á Hjaltabakka voru
árstekjur hennar rétt rúmlega kr. 100.00. í árslok 1894 átti kirkjan
í sjóði um kr. 1700.00, og var þessari innstæðu að sjálfsögðu varið