Húnavaka - 01.05.1969, Side 26
24
HÚNAVAKA
álnir á hinn, eða tæplega 140 ferfaðmar að flatarmáli. Garðurinn
var vígður 30. nóv. aldamótaárið. Var þá jörðuð í garðinum Guð-
björg Guðmundsdóttir ekkja á Blönduósi, dáin 22. nóv. Er hún
tvímælalaust fyrsta manneskjan, sem jarðsett er í garðinum. Er at-
hugasemd um vígslu garðsins innfærð með innfærslunni um jarð-
setningu nefndrar (.uðbjargar. bað er því mishermi í þætti um
Gísla Brandsson eftir Jónas Illugason í „Svipir og sagnir“, að hann
hafi fyrstur gist J>ennan garð. Gísli Brandsson dó heldur ekki fyrr
en 1902 og er alls óvíst að hann hafi verið jarðsettur í Blönduóss-
kirkjugarði. Hann átti að minnsta kosti heima í Höskuldsstaðasókn
og j:>ess ekki getið, að hann hafi verið jarðaður utan sóknarinnar,
svo sem venja er í slíku tilfelli. Þrisvar mun garðurinn liafa verið
stækkaður, síðast 1955 og þá girtur allur. Annars mun girðingu
kring um hann oftast hala verið vel haldið við og fullnægt settum
fyrirmælum um, að hún skyldi vera gripheld. Klukka hefir verið í
sáluhliði eins og vera ber. Kort er til af garðinum og munu flest
leiði vera merkt inn á Jrað.
Kirkjunni sjálfri hefir ævinlega verið vel við haldið og hafa sókn-
arnefndirnar og söfnuðurinn látið sér jafnan annt um það. Við
allar vísitasíur er yfirleitt lokið lofsorði á kirkjuna og umhirðu
hennar og hún talin hið prýðilegasta guðshús, hlýleg og vistleg.
Hefir allmikið verið fyrir hana gert bæði af söfnuðinum sem heild,
félögum og einstaklingum, einkum hin síðari ár. Skal nú nokkuð
á það minnzt.
Fyrstu árin mun kirkjan ekkert orgel hafa átt, en haft Jrað aðeins
að láni. Er árleg leiga fyrir það færð á reikninga kirkjunnar. Hve-
nær fyrsta orgelið var keypt er mér ekki kunnugt um, en 1935, er
Karl Helgason, nú stöðvarstjóri á Akranesi, tók við organistastörf-
um, var hljóðfæri kirkjunnar orðið mjög lélegt, enda þá nokkuð
gamalt. Var J)á fyrir hans tilmæli og áeggjan keypt nýtt orgel og
hafin samskot í því skyni. Gengu þau yfirleitt vel og lagði organist-
inn Jró fram drýgsta skerfinn, þar sem hann, auk peningagjafar,
bauðst til að spila endurgjaldslaust í kirkjunni í tvö ár, til þess að
kaup hans gæti gengið til greiðslu orgelverðsins. Hefir þetta hljóð-
færi verið notað í kirkjunni fram að þessu.
Árið 1910 var keyptur ljósahjálmur í kirkjuna. Hafði hann áður
verið í Reykjavíkurdómkirkju og gekk Þórhallur biskup Bjarnarson