Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 27
HÚNAVAKA
25
í milli um kaupin, en jDetta ár vísiteraði hann Blönduósskirkju. Um
1920 var girðing sett umhverfis kirkjuna og tekið að gróðursetja
innan hennar blóm og trjáplöntur. Árið 1934 var kirkjan raflýst
að nokkru leyti og Jrað síðan fullgert á næstu árum. Var [rað sum-
part gert fyrir gjafafé. Jafnframt var hún rafhituð og 1944 komið
fyrir fösturn rafofnum.
Þá skulu nefndar ýmsar gjafir frá félögum og einstaklingum: Ár-
ið 1926 gaf ungmennafélagið á staðnum fallega og vandaða númera-
töflu. Þá gaf kvenfélagið og einstakar konur kirkjunni 1935 vand-
aðan messuskrúða o. fl. Á 60 ára afmæli kirkjunnar 1955 gálu kven-
félögin á Blönduósi og í Torfalækjarhreppi kirkjunni 14 fermingar-
kirtla, sem síðan hafa verið notaðir við fermingar Jrar ásamt fleirum,
er seinna voru fengnir. Um sama leyti gaf þáverandi sýslumaður,
Guðbrandur Isberg, forkunnarfagra skírnarskál úr sillri til minn-
ingar um látna konu sína, frú Árnínu ísberg, og síðan fót undir
skálina, fagurlega útskorinn og áletraðan af Ríkharði Jónssyni, hin-
um mikla listamanni. Þá hafa fyrrverandi læknishjón á Blönduósi,
þau Björg og Páll Kolka, sýnt kirkjunni mikinn hlýhug og mikla
rausn. Þau hjónin, ásamt þeim frú Ástu Sighvatsdóttur og Karli
Helgasyni, gáfu kirkjunni altarisklæði og handsaumaðan altarisdúk,
hvort tveggja góða gripi. Árið 1966 gáfu umrædd læknishjón kr.
10.000.00 í byggingarsjóð kirkjunnar til minningar um eitt hundrað
ára afmæli móður Páls læknis, Ingibjörgu Ingimundardóttur, og 49
ára afmæli Guðmimdar sonar þeirra, sem látizt hafði af slysförum.
Höfðu þau áður gefið kr. 1000.00 til væntanlegrar kirkjubyggingar.
Þá átti frú Björg Kolka mestan þátt í, að stofnaður var áheitasjóður
kirkjunnar, sem drjúgum hefir vaxið og margir í hann lagt. Virðist
kirkjan hafa orðið vel við áheitum fólks bæði innan safnaðarins og
utan. Fyrir fé úr þeim sjóði hefir kirkjan eignazt ýmislegt, meðal
annars merkilega altaristöflu með málverki af Emmaus göngunni
eftir Jóhannes Kjarval, góðan Ijósabúnað bæði á altari og hliðar-
veggi kirkjunnar, 2 númeratöflur og fleira. Árið 1957 var kirkjunni
gefin biblía í vönduðu skinnbandi af séra Pétri Ingjaldssyni á Hösk-
uldsstöðum og 1967 kaleikur og oblátudiskur, úr silfri, af prófasts-
hjónunum í Steinnesi. Fyrir jólin 1967 gaf svo Lionsklúbbur
Blönduóss kirkjunni tvo altarisstjaka úr silfri og kvenfélagið gaf
kerti í þá. Loks skal þess getið, að þetta ágæta kvenfélag hélt basar