Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 28
2G
HÚNAVAKA
íyrir síðustu jól til ágóða fyrir væntanlega kirkjubyggingu og komu
inn kr. 20.200.00, sem geymast í vörzlu félagsins þar til kirkjubygg-
ingin befst.
Hér hefir nú nokkuð verið talið af þeim gjöfum, sem kirkjunni
hefir áskotnazt á undanförnum áratugum. Er sú upptalning þó
hvergi nærri tæmandi og margra að sjálfsögðu ekki getið, sem voru
þar að verki. En þetta sýnir samt sem áður mikinn og mikilsverðan
hlýhug til kirkjunnar og rausn og örlæti margra í hennar garð.
Þá skal getið nokkurra helztu stjórnenda og starfsmanna safnað-
arins á undangengnum áratugum. Verður það þó að sjálfsögðu
ekki gert nema í stórum dráttum.
Séra Bjarni Pálsson prófastur í Steinnesi jrjónaði við Blönduóss-
kirkju frá því að hún var byggð og til ársins 1922 eða alls í 27 ár.
Var hann merkisprestur, vinsæll meðal safnaða sinna, skylduræk-
inn og áhugasamur um kirkjuleg mál. Að honum látnum tók svo
undirritaður við þjónustu safnaðarins og gegndi henni til 1. des.
1967 eða fullan hálfan fimmta áratug. Frá 1. des. 1967 var séra
Pétur Ingjaldsson, Höfðakaupstað, settur til að þjóna prestakall-
inu, en vorið 1968 tók svo við embættinu séra Arni Sigurðsson,
áður prestur á Hofsósi og Norðfirði.
í sóknarnefnd hafa að sjálfsögðu verið margir þessa nálega þrjá
aldarfjórðunga og verður ekki unnt að geta þeirra allra. Eftir því
sem mér er bezt kunnugt, hafa formenn nefndarinnar verið sem
hér segir: Pétur Sæmundsen, verzlunarstjóri, Jóhann Möller, kaup-
maður, Kristján Halldórsson, smiður, Þorsteinn Bjarnason, kaup-
maður, Jón Jónsson, læknir, Jón Guðmundsson, bóndi á Torfa-
læk, Evald Hemmert, kaupmaður, Jón Kristófersson, kaupmaður,
Guðbjörg Kolka, læknisfrú, Guðmann Hjálmarsson, smiður og
Kristófer Kristjánsson, bóndi í Köldukinn, sem enn gegnir því
starfi. Lengst allra mun frú Björg Kolka hafa gegnt formannsstörf-
unum eða nálægt 20 árum. Allt hefir þetta fólk verið mjög velviljað
í garð kirkjunnar, áhugasamt um kristileg málefni og skyldurækið
í störfum sínum. Af (iðrum mönnum, sem lengi ltafa setið í nefnd-
inni og rækt það starf sitt yfirleitt með ágætum má nefna t. d. Guð-
nrund Guðmundsson bónda á Torfalæk, Gísla ísleifsson sýslumann,
Sigurð Sigurðsson bónda á Húnstöðum, Friðfinn Jónsson trésmið,
Zophónías Hjálntsson, sem einnig var meðhjálpari í mörg ár, Carl
Möller verzlunarmann, Björn Leví stöðvarstjóra, Kristófer Kristó-