Húnavaka - 01.05.1969, Side 29
HÚNAVAKA
27
fersson kaupmann, sem einnig var mjög lengi meðhjálpari við kirkj-
una og tók við því starfi af Zophóníasi, Þorlák Jakobsson verzlun-
armann, Bjarna Bjarnason, sem mjög lengi var féhirðir kirkjunnar,
Pál Geirmundsson gestgjafa, frú Helgu Guðmundsdóttur, Torfa
Jónsson bónda á Torfalæk og Einar Þorláksson sveitarstjóra. Nú-
verandi sóknarnefnd skipa Kristófer Kristjánsson formaður, frú
Margrét Asmundsdóttir féliirðir, Ragnar Þórarinsson ritari, Krist-
inn Pálsson kennari varaformaður og Lára Finnbogadóttir með-
stjórnandi.
Safnaðarfulltrúar á þessu tímabili hafa eftirtaldir menn verið:
Jóhann Möller kaupmaður, Júlíus Halldórsson læknir, Gísli ísleifs-
son sýslumaður, Biiðvar Þorláksson hreppstjóri, Magnús Stefánsson
kaupmaður, Jón Stefánsson bóndi á Kagaðarhóli, Kristófer Kristó-
fersson kaupmaður, Karl Helgason stöðvarstjóri, Páll Kolka héraðs-
læknir og Jón Isberg sýslumaður.
Þá vil ég minnast organistanna, sem starfað hafa við kirkjuna.
Mun fyrstur þeirra hafa verið Hallgrímur Davíðsson, síðar verzlun-
arstjóri á Akureyri. Þá má nefna Böðvar Þorláksson, Jón lækni Jóns-
son, fröken Rannveigu Líndal kennslukonu, Jón Kristófersson
kaupmann, Guðmann Hjálmarsson smið og tónskáld, Karl Helga-
son stöðvarstjóra, Þorstein Jónsson sýsluskrifara og frú Solveigu Sö-
vik, sem enn gegnir organistastörfum við kirkjuna. Lengi hefir starf-
að þar fastur söngflokkur, sem annazt hefir söng við messugerðir
og aðrar kirkjulegar athafnir. Hefir söngurinn oftast verið hinn
prýðilegasti og margt ágætra söngkrafta starfað þar, þótt engir verði
hér nafngreindir. Þessi annar höfuðþáttur hins kirkjulega starfs hef-
ir yfirleitt verið ræktur af mikilli þjónustusemi, óeigingirni og
skyldurækni, enda þótt lengst af hafi lítið eða ekkert verið fyrir það
greitt.
Fyrsti meðhjálparinn við kirkjuna, sem mér er kunnugt um, var
Jón Konráðsson, sem bjó á Blönduósi nokkur ár, en fluttist síðan
með fjölskyldu sína til Ameríku. Hafði hann áður verið bóndi í
Kárdalstungu í Vatnsdal. Þá voru þeir lengi meðhjálparar Zophóní-
as Hjálmsson og Kristófer Kristófersson svo sem áður er getið. Voru
Jreir báðir við þetta starf svo lengi, sem heilsan með nokkru móti
leyfði. Þá tók við meðhjálparastörfum Páll Kolka læknir, og er hann
fluttist frá Blönduósi Tórnas R. Jónsson fulltrúi. Allir sýndu þessir
menn frábæra skyldurækni í starfi sínu og létu sig aldrei vanta, ef