Húnavaka - 01.05.1969, Page 30
28
HUNAVAKA
ekki voru alveg sérstök íorlöll fyrir hendi. Núverandi meðhjálpari
er Sverrir Markússon dýralæknir á Blönduósi.
Að lokum skulu hér tilfærðar nokkrar tölur úr efnahagsreikningi
kirkjunnar frá 31. des. 1967.
1. í sjóði og í bankabók ...................... kr. 100.993.79
2. í almenna kirkjusjóðnum ...................... — 3.461.00
3. Söngmálasjóður ............................... — 2.000.47
4. Kirkjubyggingarsjóður ........................ — 29.588.01
5. Byggingarsjóður P. Kolka ..................... — 10.000.00
6. Áheitasjóður ................................. — 39.570.00
7. Fermingarkyrtlasjóður ........................ — 3.179.04
Samtals kr. 188.792.31
Á sama tíma á kirkjugarðurinn kr. 174.623.00.
Þetta er nú orðið nokkurt mál og þó er aðeins stiklað á stóru og
farið fljótt yfir sögu. Sleppt er ýmsu, sem gaman hefði verið að
minnast á, eins og t. d. hversu margar messur hefðu verið fluttar í
kirkjunni, hve mörg börn verið fermd, hve margar greftranir hefðu
farið lram þaðan o. s. frv. En slíks er ekki kostur hér og um sumt
naumast öruggar heimildir fyrir hendi. — Kirkjan er nú að verða
75 ára gömul, verður það 13. jan. n. k. í mínum augum er hún
fallegt hús og vistlegt og stæðileg má segja að hún sé ennþá. En hún
er orðin of lítil við ýmis tækifæri og er það ekki að undra, þar sem
söfnuðurinn hefir að fólkstölu meira en fjórfaldast á þessu tímabili.
Þess vegna hefir talsvert mikið verið um það lmgsað á undanförn-
um árum að byggja nvja kirkju. Er vonandi, að ekki líði langir
tímar, þar til hafizt verður handa í því efni .og allir munu óska, að
sú framkvæmd gangi vel og greiðlega og verði kristnilífinu í söfn-
uðinum til eflingar og blessunar. En gamla kirkjan geymir sínar
minningar, sem eru mér, og ég veit mörgum öðrum, helgar og hug-
ljúfar. En hið gamla verður að víkja fyrir hinu nýja, það er lífsins
lögmál og því lögmáli verður þessi blessaða kirkja að lúta eins og
annað í heimi þessum.
Reykjavík, í febrúar 1969.