Húnavaka - 01.05.1969, Side 31
BJARNI JÓNASSON, Eyjólfsstöðum:
Norður af heiðaflákunum, þar sem mætast Víðidalstunguheiði
og Haukagilsheiði, gengur fjallshryggur um 20 km ti! norðurs og
endar í háum klettanúp, rétt fyrir ofan byggð í Víðidal.
Fjallshryggur þessi heitir einu nafni Víðidalsfjal 1. Eins og áður
segir er fell þetta um 20 km á lengd og talið vera allt að 8—10 km
á breidd, þar sem það er breiðast. Hæsti tindur fjallsins er 980 metr-
ar á hæð, samkvæmt mælingum herforingjaráðsins.
Sunnan til er fjalllendi þetta bungulagað og mikið til algróið, en
þegar norðar dregur eru hlíðarnar lítið grónar ofan til og skriður
víða brattar, en þverhníptir hamraveggir í brúnum. Milli hamra-
beltanna eru skörð með nokkrum gróðri og teygja sig þar grænir
geirar upp í klettaræturnar. Gróður þessi er oft síðsprottinn á sumr-
um og því hið ákjósanlegasta haglendi fyrir sauðfé fram á haust,
enda mjög oft fjárvon þar, þótt komið sé fram á vetur.
Nyrzta öxl Víðidalsfjalls heitir Asmundarnúpur, 665 m hár. Vest-
an við Ásmundarnúp gengur dalur inn í fjallið og klýfur það í
tvennt. Dalur þessi, sem er um 6 km á lengd, smáhækkar er inn í
l jallið kemur og eyðist í urðardrögum inn á háfjallinu. Þessi um-
ræddi dalur heitir Melrakkadalur. Fyrir mynni dals þessa stendur
bærinn Melrakkadalur í Víðidal, er dregur efalaust nafn sitt af daln-
um.
Austan í VíðidalsfjalIi er allbreitt undirlendi, sem takmarkast af
Gljúfurá, sem dregst saman af mörgum lækjum og smá-ám, er falla
niður úr hlíðum Víðidalsfjalls, en Gljúfurá rennur síðan út í Hópið.
Fjalllendi þetta er mjög gott haglendi og voru því fyrr á tímum
reist þar nokkur sel af bændum í Þingi og Vatnsdal. Þau helztu
voru: Þingeyrasel, Helgavatnssel, Bræðrasel og Gilsstaðasel. Einnig
var um nokkurt skeið haft í seli frá Miðhópi í Víðidal og var það
sel nyrzt í fjallinu og næst byggð.