Húnavaka - 01.05.1969, Page 32
30
HÚNAVAKA
Öll eru sel þessi nú rústir einar. Lengst var búið í Þingeyraseli.
Þar var oftast einhver búskapur fram á árið 1930.
Saga sú er hér verður sögð, er af síðasta bóndanum, sem bjó í
Þingeyraseli, og afdrifum hans.
Vorið 1929 fluttu sig í Þingeyrasel hjónin Níels Hafsteinn Sveins-
son og kona hans, Halldóra Guðrún ívarsdóttir, og fluttust þau frá
Umsvölum (nú Uppsölum) í Sveinsstaðahreppi. Hjón þessi fluttu
með sér 5 börn sín, öll á ungum aldri, elzta barnið þá á tólfta ári.
Þetta var jwí nokkuð stór hópur til að setjast að í lélegum húsakynn-
um á afskekktu fjallabýli. Sú var bót í máli, að þessi hjón voru engan
vegin ókunnug á jjessum slóðum. Því að nú fluttu þau sig í jniðja
sinn í búskapnum að Þingeyraseli og munu þau því hafa hugsað vel
til að njóta sumarfegurðar og lriðsældar, í ljallakyrrðinni, ásamt
börnum sínum.
Hjónin, Níels og Halldóra, voru orðin vel ftdlorðin, hann 53 ára,
en hún nokkru yngri.
A j^essum árum var mjög erfitt uppdráttar fyrir fátækar barna-
ljölskyldur. Heimskreppan mikla í uppsiglingu og jarðnæði, sem
viðunandi var, lá ekki á lausu og urðu því fátækustu fjölskyldurnar
að sætta sig við lélegustu kotin eða rýrings nytjar í sambýli við ann-
að fólk. Margir tóku því þann kostinn, að fara heldur á afskekkt
fjallabýli, þar sem þeir gátu verið meira sjálfráðir og svo fór fyrir
þessum hjónum, — enda voru þau orðin vel kunnug þarna í fjall-
inu og búin að binda tryggð við það.
Níels Sveinsson var alla ævi mikill greiðamaður. Á meðan hann
var í Þingeyraseli, greiddi hann mjög oft fyrir skepnum annarra
manna, bæði vor og haust, og lagði stundum á sig langar ferðir í
því skyni. Einkum var J:>að á haustin og framan af vetri, að hann
leitaði mikið að fé í Víðidalsfjalli, — og margri kindinni mun hann
hafa bjargað, sem annars hefði orðið úti eða refum að bráð. Var
hann því allra manna kunnugastur í Víðidalsfjalli og gat manna
bezt gizkað á hvar kinda mundi helzt von hverju sinni.
Haustið 1930 var frekar gott og snjóaði ekki til muna í fjöll fyrr
en eftir miðjan október. Fé var því frernur lengi uppi í háfjöllum
og gerði Níels sér fulla grein fyrir því, að fjárvon væri í Víðidals-
fjalli, þó að komið væri fram um veturnætur. Hann fór því margar
ferðir um fjallið þvert og endilangt þetta haust, og hafði fundið
nokkrar kindur, sem hann kom heim í selið saman við sitt fé og lét