Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 33
hCnavaka
31
börnin gæta þeirra á daginn, meðan hann var að leita að fleira fé.
A kvöldin, þegar hann kom heim, hýsti hann féð yfir nóttina.
Einn morgun, meðan á þessum leitum stóð, segir Níels Halldóru
konu sinni draum sinn, er var á þá leið, að hann þóttist vera á gangi
fram í fjalli í leit að kindum og lenda þar í ógöngum. Allt í einu
sækja þar að honum einkennilegar mannverur og finnst honum hann
eiga í höggi við þær um stund, en að lokum bera þó hærri hlut
og komast leiðar sinnar eins og ekkert hefði í skorizt. Ekki virtist
Níels taka neitt mark á draum þessum. Konu hans var hins vegar
ekki um drauminn a;efið o» se°ist hún hafa latt mann sinn að fara
fleiri ferðir í fjallið þá um haustið. Hún óttaðist að eitthvað mundi
koma fyrir hann, ef hann héldi uppteknum hætti um fjárleitirnar
og komið fram um veturnætur, — talsverður snjór í fjallinu og hríð
os; dimmviðri margan daginn. Féll talið niður o° er Níels heima
o o o o
þann dag.
Næsta dag, 22. október, er Níels snemma á fótum og segir konu
sinni að hann ætli að fara í leit í dag og getur þess um leið, að ef
hann finni ekkert, muni hann ekki fara oftar, en sig gruni, að enn
geti verið nokkrar kindur í svonefndum Svínadal, sem er lægðar-
drag í fjallinu, nokkuð suður og upp frá Þingeyraseli. Eftir þetta
samtal lætur Níels út fé sitt, gerir cinnur morgunverk og býr sig til
ferðar. Veðri var svo háttað, að um nóttina hafði fallið dálítill logn-
snjór og því gott að rekja slóðir. Birt hafði um morguninn með
hægri suðvestan golu og leit út fyrir meinlítið veður fram eftir degi.
Níels leggur nú af stað, laust eftir miðjan morgun. Hann hafði staf
í hendi og með honum fóru tveir rakkar, sem þau hjónin áttu, —
fullorðin tík, sem Brana hét og ungur hundur, sem kallaður var
Smali. Bæði voru þessi dýr fylgispök og einkum var tíkin annáluð
fyrir vit og tryggð.
Halldóra, ekkja Níelsar, segist hafa séð til ferða manns síns fyrst
um sinn eða þar til leiti bar á milli og hafi hann stefnt suður og upp
á Svínadal. Þegar fram á daginn leið, þykknaði í lofti og fór að
malda niður snjó. Leið svo til kvölds að Níels kom ekki heim. Veð-
ur fór heldur versnandi með kvöldinu og fór þá fólkið í selinu að
láta inn féð og bjóst við að eitthvað hefði tafið Níels og mundi hann
koma þá og þegar. Halldóra vissi mann sinn þaulkunnugan og við-
urkenndan fyrir að vera manna öruggastan að rata í hríðum og
dimmviðrum.