Húnavaka - 01.05.1969, Side 34
32
HÚNAVAKA
Margt fer öðruvísi en vonast er eftir, því að kvöldið leið og nótt-
in, án þess að Níels kæmi heim. Ömurleg hefir sú nótt verið í fjalla-
býlinu, fyrir konu og 5 ung börn, þar sem vakað var í hálfrökkrinu
og hlustað eftir hverju hljóði.
Undir morguninn kom hundurinn Smali heim í selið og var þá
þegar ljóst, að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir. Var nú úr vöndu
að ráða og tók Halldóra það til bragðs, að hún bjó út elzta barnið,
stúlku á 13. ári, og sendi hana ofan í Vatnsdal, eftir hjálp.
Hest áttu þau hjónin, gráan stólpagrip og mikla vitskepnu. Hall-
dóra segist liafa treyst honum til að koma Maríu litlu til bæja, þó að
leiðin væri nokkuð löng og torsótt, því að yfir breiðan háls varð
að fara og ennfremur yfir Gljúfurá, sem var uppbólgin og full af
krapi.
Leggur nú María litla af stað og gengur ferð hennar vel yfir
ána. Ciráni reyndist traustur og öruggur eius og venjulega. begar
telpan kemur nokkuð austur á hálsinn, vill svo vel til að hún hittir
mann frá Hnjúki í Vatnsdal, sem var þar á ferð, og segir honum
hversu kornið er í selinu. Hún snýr svo við í slóðina sína og gekk
ágætlega upp í bingeyrasel. María litla var því aðeins stuttan tíma
í burtu og var það hugarléttir fyrir móður hennar, sem beið milli
vonar og ótta við að veður kynni að versna og barnið þá vera í hættu
statt.
Það er að segja frá manninum, sem María hitti á hálsinum, að
hann hraðaði sér, sem rnest hann mátti, heim að Hnjúki. Var þá
strax hafizt handa og mönnum safnað saman til að leita Níelsar.
Fóru þegar nokkrir menn úr Þingi og Vatnsdal upp í Víðidalsfjal 1
og leituðu fram í myrkur, en ekki bar sú leit árangur, enda hafði
snjóað nóttina áður, svo að ekki var hægt að átta sig á slóðum. Fóru
leitarmenn heim eða til næstu bæja um kvöldið, en ákveðið var að
halda leitinni áfram strax og birti af degi næsta dag.
Föstudaginn 24. okt. var enn flokkur manna kominn upp í Víði-
dalsfjall í birtingu. Veður var þá mjög slæmt, hríðarveður og nokk-
ur fannkoma. Þegar frarn á daginn kom fór að skafa snjóinn ofan
tiT í fjallinu, og fundu leitarmenn harðspora á stöku stað, sem lítið
var hægt að átta sig á. Þó töldu sumir þeirra að slóðir þær, sem sá-
ust, gæfu það til kynna, að Níels hefði verið kominn langt fram og
vestur á fjallið, en eigi var hægt að rekja sporin til baka, því að snjó-
að hafði mikið og skafrenningur mestan hluta dagsins. Það fór því