Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 35
H Ú N A V A K A
33
sem fyrri daginn, að leitin bar ekki árangnr þennan dag, — enda
veður mjög óhagstætt eins og fyrr segir.
Eftir að leitarmenn voru komnir til bæja var enn safnað mönn-
um og ákveðið að hefja leit strax og birti af degi. Var ákveðið að
menn úr Víðidal leituðu fram Melrakkadal og þar inn á fjallið, en
þeir sem færu úr Þingi og Vatnsdal skyldu enn leita í austurhlíðum
fjallsins, upp á háfjallið og koma svo til móts við hina á háfjallinu
og vesturbrúnum þess.
Þennan dag var veður bjart, en nokkuð kalt. \'ar lagt upp í birt-
ingu og mönnum skipað niður til leitar. Tveir af leitarmönnum,
sem fóru frá Þingeyraseli suður og upp á Svínadalinn, gengu þar
fram á lamb í hafti, sem Níels hafði fundið og heft, til að finna það
aftur. Stundu síðar sjá þessir menn, að hundur kemur ofan af fjall-
inu og stefnir til þeirra. Þeir sáu brátt að þar mundi vera komin
tikin, sem fylgt hafði Níelsi og fannst þeim líklegt, að hann mundi
ekki vera þar langt frá. Rcjktu þeir slóð tíkarinnar og hún fylgdi
þeim, norður eftir fjallinu og niður í Melrakkadalinn. Þar undir
vesturbrún dalsins komu þeir á mikið traðk eftir tíkina og var auð-
séð að þar hafði hún hafzt við í hríðinni daginn áður. Við nána
athugun sást að hengja hafði skriðið fram í gjá, sem var í kletta-
belti í vesturhlíð Melrakkadals og töldu leitarmenn því trúlegt, að
Níels hefði hrapað þar fram af. Nú bar þarna að nokkra menn úr
Víðidal, sem eins og ráð var fyrir gert, höfðu leitað fram Melrakka-
dal. Var hafin leit þarna í snjónum og fannst þá lík Níelsar fljót-
lega. Það bar þess örugg merki að hann hefði hrapað í klettum, því
að áverki var á höfðinu.
Var sent í skyndi niður að bænum Melrakkadal, eftir hesti og
sleða og tveir menn sendir suður á fjallið, til að hafa samband við
hina leitarmennina og láta þá vita að líkið væri fundið. Var líkið
flutt niður að Melrakkadal, en þaðan var það flutt að Þingeyrum
og jarðsett þar eftir nokkra daga.
Þannig lýknr þessari sorgarsögu. Astæðuna fyrir því að Níels fór
alla þessa leið, veit enginn enn í dag, en maður getur hugsað sér
hana eitthvað á þessa leið.
Stuttu eftir að Níels fer að heiman, finnur hann lambið, sem
hann hefti. Ef til vill hafa verið þarna fleiri kindur, að minnsta
kosti er ekki ólíklegt að með lambinu hafi verið ær. Hann nær lamb-
inu með aðstoð hundanna, en ærin er stygg og stekkur upp á fjall
3