Húnavaka - 01.05.1969, Side 36
34
HÚNAVAKA
og Níels eltir hana eftir að hafa heft lambið, til að rnissa það ekki
út í buskann. Endirinn á þessum eltingaleik gæti hafa orðið sá, að
annað hvort missir Níels ána ofan í vesturhlíðar Víðidalsfjalls eða
niður í Melrakkadal. Dagur er stuttur um þetta leyti árs og veður
fer versnandi. Hann lendir því í myrkri og hríð og fer of tæpt á
brúnum hins viðsjála dals.
Olíklegra þykir mér að um villu hafi verið að ræða, því að Níels
var með afbrigðum ratvís og eins og áður segir þaulkunnugur á
þessu svæði. Ovíst er að lík Níelsar liefði fundizt svo fljótt, ef ekki
hefði komið þar til aðstoð tíkarinnar, sem kemur beint í veg fyrir
leitarmennina, til að vísa þeim á staðinn, þar sem h'kið lá á kafi
í snjó. Tryggð og þolgæði þessa dýrs virðist lítil takmörk hafa haft,
þar sem hún liggur í hríðarveðri í þrjá sólarhringa yfir líki hús-
bónda síns. Og svo þegar hún er komin nokkuð á leið heirn til sín,
snýr hún við með leitarmönnunum, alveg ókunnugum, til að vísa
þeim á líkið.
Síðan þetta gerðist eru liðin 38 ár. Á þeim tíma hefir enginn bú-
ið í Þingeyraseli og ekki verið þar maður að staðaldri síðan í októ-
ber 1930 að Halldóra ívarsdóttir og börn hennar voru flutt þaðan.
Bæjar- og peningshús, sem þar voru, eru nú rústir einar. Tún og
engi, sem fátækir einyrkjar nytjuðu i marga áratugi, til framfærslu
barna sinna, er nagað af stóði og öðrum afréttarpeningi. — En litli
bæjarlækurinn er enn á sínum stað og fossinn, sem var fyrir sunnan
og ofan baðstofugluggann hennar Halldóru Ivarsdóttur, niðar fyrir
lambamæður og folaldshryssur, sem svæfa afkvæmi sín á lækjar-
bakkanum.
Eftirmáli.
Níels Sveinsson var fæddur 18. okt. 1876, að Lækjarbakka á
Skagaströnd. Faðir hans var Sveinn Guðmundsson, Jónssonar bónda
á Yzta-Gili í Langadal og ef til vill víðar. Föðurfrændur Níelsar eru
ættaðir að öðrum þræði af Ásunum, en Sveinn Guðmundsson var
fæddur að Miðhúsum í Þingi 21. sept. 1847. Kona Guðmundar
Jónssonar var Sigríður Þorsteinsdóttir, bónda á Hnjúki í Vatnsdal,
Þorsteinssonar.
Móðir Níelsar var María Ólafsdóttir, fædd á Barkarstöðum í
Svartárdal 14. apríl 1840. Þau Sveinn og María giftust 8. jan. 1872