Húnavaka - 01.05.1969, Side 42
40
HONAVAKA
Einkaeign i leiguliðaábúð.
Þó að rúmlega helmingur jarðanna í sýslunni væru í einkaeign,
voru sjálfseignarbændurnir ekki nema fimmtán, og áttu sumir ekki
alla ábýlisjörð sína. Flestar jarðirnar, sem vorn í einkaeign (um
100) voru því í leiguliðaábúð. Meiri hluti landsdrottnanna voru
innan sýslunnar, en þó átti nokkur hluti þeirra heimili víðs vegar
um landið.
Langflestar jarðirnar koma á tvo eigendur: Halldóru Erlends-
dóttur í Bólstaðarhlíð (og syni hennar) og Lárus Gottrúp lögmann
á Þingeyrum. Þessir tveir aðilar áttu sínar 17 jarðirnar hvor hér í
sýslu auk nokkurra fasteigna utan þess svæðis.
Bólstaðarhlíðarauðurinn stóð á gömlum merg. Fasteignirnar voru
gamall ættarauður, leifar úr búi hins forna „jarðeignaaðals“, sem
nú var alls staðar að telja út. Lögmaðurinn var útlendur maður,
sem komizt hafði til valda liér á landi í skjóli einvaldans í Kaup-
mannahöfn og safnað hér miklum auði, enda nokknð fégjarn og
ráðríkur, þó að hann væri vitmaður og íslendingum að mörgu vel-
viljaður.
Fjáröflunarmenn fyrri alda lögðu alla áherzlu á að koma fjár-
munum sínum í fasteignir. Það mátti heita eina leiðin til þess að
ávaxta fé sitt. Jörðunum létu svo eigendur fylgja nokkurn bústofn,
kúgildin. Eftir þau var goldið sérstaklega, svo að leiguliðinn varð
að svara hvort tveggju: landsskidd og leigum.
Jarðir í sjálfsábúð.
Einungis átta jarðir voru að fullu í sjálfsábúð. A tveim þeirra
(Eiríksstöðum og Leysingjastöðum) sátu þó eigendurnir ekki, held-
ur höfðu þar útibú. Auk þessa voru sjö jarðir að nokkru leyti setn-
ar af eigendum, svo að alls voru 15 jarðir og jarðarpartar í sjálfs-
ábúð.
í einum hreppi, Engihlíðarhreppi, var enginn sjálfseignarbóndi.
Sama má eiginlega segja um Sveinsstaðahrepp, þó að eigandi Leys-
ingjastaða, lögmaðurinn á Þingeyrum, nytjaði þá eignarjörð sína
ásamt staðnum. í Vindhælishreppi var einungis lítill hluti af einni
jörð í sjálfsábúð.