Húnavaka - 01.05.1969, Page 44
42
HÚNAVAKA
Skipting sjálfsábúðarjarðanna eftir hreppum verður þannig:
Hrcppar Heilar jarðir Jarða partar Dýrleiki hndr.
Ashreppur 9 2 130
Sveinsstaðahreppur i 20
Torfalækjarhreppur 2 27 >/2
Svínavatnshreppur 3 100
Bólstaðarhlíðarhreppur 2 2 155
Vindhælishreppur 1 62/s
Samtals 8 7 439i/6
Einungis ein þessara jarða, Guðlaugsstaðir, hefir haldizt síðan ó-
slitið í eign og ábúð sömu ættar. Núverandi eigandi og ábúandi
jarðarinnar, Guðmundur Pálsson, er sjöundi liður frá ættföðurnum
Birni Þorleifssyni lögsagnara, sem fyrstur þeirra ættmenna hóf bú-
skap á Guðlaugsstöðum upp úr 1680.
Enginn sjálfseignarbóndi i Engihliðarhreppi.
Það vekur sérstaka athygli, að í Engihlíðarhreppi skidi ekki vera
neinn sjálfseignarbóndi 1708, þegar skrásetning jarðanna fór fram
í þeim hreppi. Höfuðbólin Geitaskarð og Holtastaðir voru jrá bæði
í leiguliðaábúð, en þar höfðu áður eignarmenn setið í fleiri ættliðu.
Á Geitaskarði hafði sama ættin búið í sjálfsábúð í fullar tvær
aldir. Síðastur þeirra ættmenna bjó þar Halldór (dáinn 1702) skáld
og lögréttumaður Jónsson. Ætt hans er rakin í bókinni „Fortíð og
fyrirburðir", bls. 40. Sjá og um þetta efni „Föðurtún“ eftir Pál V.
G. Kolka. Ætt Jressi nefnist Geitaskarðsætt og er útbreidd mjög,
sérstaklega um Húnavatnssýslu og Skagafjörð.
Kona Halldórs Jónssonar á Geitaskarði var Halldóra Benedikts-
dóttir frá Bólstaðarhlíð, systir Þorsteins Benediktssonar sýslumanns.
Var það önnur húnvetnsk höfðingjaætt, og verður hennar getið
síðar.
Halldóra Benediktsdóttir bjó á Geitaskarði við manntal 1703,
þá nýlega orðin ekkja, en 1708 er Halldóra og fólk hennar flutt í