Húnavaka - 01.05.1969, Síða 45
HÚNAVAKA
43
burtu. Lögréttumannatal Einars Bjarnasonar telur börn þeirra
Geitaskarðshjóna alls átta: 1 sonur og 7 dætur. Sonurinn, Gunnar,
sigldi og dó erlendis. En Geitaskarðseignin skiptist þó á milli
margra.
Þegar Halldóra Benediktsdóttir flutti frá Geitaskarði, tók jörð-
ina til ábúðar Sigurður lögsagnari Einarsson, en hann var ókvænt-
ur, á Bjarnastöðum í Vatnsdal 1703. Var hann bróðir síra Gísla á
Auðkúlu, en foreldrar þeirra bræðra voru Einar biskup Þorsteins-
son og kona hans Ingibjörg Gísladóttir prests á Bergsstöðum, Brynj-
ólfssonar. Báðir voru þeir bræður miklir búmenn og urðu auðgir
héraðshöfðingjar. Bjó Sigurður á Geitaskarði til æviloka 1748. Kona
hans var Kristín dóttir Markúsar prests í Laufási Geirssonar, og
áttu þau tvær dætur barna.
Holtastaðir eru landnámsjörð, og var landneminn Holti Guð-
röðarson, ættfaðir Sturlunga og Oddaverja. Löngu síðar sátu stað-
inn niðjar Jóns biskups Arasonar. Sonarsynir biskups, Jón Björns-
son sýslumaður og Teitur bróðir hans bjuggu þar báðir, fyrst }ón
svo Teitur, og Árni sonur Teits eftir hann. Var jörðin í eigu þess-
arar ættar fram um miðja 18. öld.
Eigendur Holtastaða 1708 eru þeir bræður, Sigurðssynir, Bjarni
lögréttumaður í Heynesi í Borgarfirði og Halldór í Leirárgörðum.
Voru þeir afkomendur Jóns Björnssonar sýslumanns á Holtastöð-
um í fjórða lið. Síðastur þessara ættmanna bjó á Holtastöðum Jón
Bjarnason frá Heynesi. Hann vígðist prestur að Blöndudalshólum
1713 og hélt til æviloka 1746. Bjó hann fyrst í Blöndudalshólum,
en lengstum á eignarjörð sinni Holtastöðum og varð bráðkvaddur
þar í bæjardyrum. Dætur síra Jóns tvær urðu geðbilaðar skömmu
eftir lát föður síns og náðu sér aldrei. Gengu Holtastaðir til fram-
íærslu þeim.
Ábúandi á Holtastöðum 1708 var Isleifur Bjarnason frá Hvammi
i Vatnsdal. Hann bjó þó ekki nema á hálflendunni. Hin hálflendan
var talin í eyði, en var að nokkru nytjuð af Þorsteini Hákonarsyni
lögréttumanni, sem búið hafði á Holtastöðum 1703, en nú (1708)
bjó á Botnastöðum í Svartárdal og síðar lengi í Stóradal.