Húnavaka - 01.05.1969, Page 47
HÚNAVAKA
45
greinir og Gunnvör, kona Björns lögréttumanns og sjálfseignar-
bónda í Stóradal, Hrólfssonar.
Þegar Halldóra F.rlendsdóttir varð ekkja, réð hún sér ráðsmann,
prestsson frá Auðkúlu, Ólaf Þorláksson, Halldórssonar. Ólafur var
stúdent frá Hólaskóla 1694, hafði svo verið í þjónustu Lárusar lög-
manns Gottrúp, var svo ráðsmaður í Bólstaðarhlíð árin 1697—1704,
en þá lézt hann. Hafði þá fengið vonarbréf fyrir prestakallinu Mel
i Miðfirði. Ólafur var talinn heimilismaður í Bólstaðarhlíð 1703
og „kennir jrá börnum“. Þá voru þau Bólstaðarhlíðarsystkin (fjög-
ur) öll á lífi, elzta fimmtán ára og hið yngsta tíu ára, en tvö þeirra
létust í bólusóttinni 1707.
Itkki er jress getið að Halldóra tæki sér aftur ráðsmann, enda var
hún búforkur hinn mesti eins og verið hafði faðir hennar, og hefir
sennilega verið margt líkt um þau feðgin.
Gísli Konráðsson skráði jrátt um „Hlíðar-Halldóru“. Er jrar á
nokkur þjóðsagnablær, og er óvíst hve rétta mynd við fáum þar af
sýslumannsfrúnni. Halldóra hefir verið mikilhæf kona um margt,
greind vel, einörð og ríklunduð og hélt hlut sínum fyrir hverjum
sem var. F.n hún virðist hafa verið meinlega stríðin og ertin og
sást þá oft ekki fyrir. Svo virðist sem Halldóra hafi haft ánægju af
að óvingast við fyrirmenn í héraði og það þó að tilefni virðist ekki
hafa verið til. Hún hafði því ekki vinskap heldri manna, hvernig
sem því hefir verið háttað með alþýðu.
Halldóra varð kona gömul, lézt 1742. Bjó hún lengi í Bólstaðar-
hlíð, en Arni sonur hennar hóf búskap í Bólstaðarhlíð löngu áður
en móðir hans lézt.
Þeim, sem vildu fræðast frekar um Halldóru í Bólstaðarhlíð, skal
vísað til Gísla Konráðssonar (Þáttur um Hlíðar-Halldóru) og í öðru
lagi til ritgerðar um sýslumannsfrúna í Bólstaðarhlíð eftir Rósberg
G. Snædal í bók hans „Fólk og fjöll“ (Ak. 1959).
Þau Bólstaðarhlíðarmæðgin hafa átt alls 425 hundruð í jörðum.
Eignin var alls 17 jarðir heilar og 5 jarðarhlutar, yfirleitt hálf
jörðin, nema í Mánavík, þá jörð eiga þau að einum fjórða hluta.
Mjög eru hlutföllin milli dýrleika jarðanna önnur en þau eru nú.
Sérstaklega mun okkur koma á óvart hvað Mánavík er há í mati.
Öll sú jörð er metin 40 hundruð.
Mánavík var í eyði bæði 1703 og 1708. í jarðalýsingunni segir:
„Tún er mjög hart og graslítið, en er nú mest allt komið í mosa