Húnavaka - 01.05.1969, Side 49
HÚNAVAKA
47
skilyrði til landbúnaðar, en það var sjávargagnið, sem gaf jörðinni
gildi, rekinn og fiskurinn. Útræði var ágætt og jafnan fiskisælt.
„Heimræði var hér og lending góð fyrir landi og varaði þetta heim-
ræði ár um kring meðan aflavon var. Gengu skip bóndans svo mörg,
sem hann fékk viðkomið".
Hvaða tekjur gáfu svo þessar jarðir af sér? Bólstaðarhlíð var í eig-
in ábúð og Mánavík ekki byggð, en þar var mikill reki, sem var
mikils virði. Hinar jarðirnar tuttugu áttu að gefa í landsskuld ár-
lega alls 20 hundruð, eða að meðaltali eitt hundrað á býli. Megin
hluta landsskuldarinnar átti að greiða í landaurum heim að Ból-
staðarhlíð. Sumir leiguliðanna máttu greiða nokkurn hluta lands-
skuldarinnar í „fiskatali í kaupstað“ og þurfti þá tvo málfiska (18
þumlunga að lengd) í alinina, en í hverju hundraði voru 120 álnir.
Þrír nágrannar greiddu nokkurn hluta landsskuldarinnar í fóðrum,
vinnu um heyannir og í sendiferðum.
Leigujörðum þessum fylgdu alls 82 kúgildi, en það var bústofn,
sem jarðeigendur létu fylgja leigujörðum sínum. Oftast voru þetta
ær og þurfti 6 í kúgildið, svo að þessi 82 kúgildi er sama og 492 ær.
Kúgildaleigur voru nær undantekningarlaust goldnar í smjöri,
tveir fjórðungar smjörs eftir kúgildið. Smjörið var jafnan fært lands-
drottni heim síðari hluta sumars eða að haustinu. Um þann tíma
hefir verið laglegur biti af smjöri í Bólstaðarhlíð, því að leigurnar
gerðu alls 164 fjórðunga eða 820 kg.
Þá átti Bólstaðarhlíðarkirkja Botnastaði og Svínavatnskirkja
Kárastaði, en báðar þær kirkjur voru bændaeignir.
Af þeim Bólstaðarhlíðarsystkinum náðu tveir piltar fullorðins
aldri: Benedikt (f. 1688, d. 1733) og Árni (f. 1693, d. 1768). Þeir
bræður stunduð báðir skólanám og urðu stúdentar, Benedikt frá
Hólum og Árni frá Skálholti. Benedikt Þorsteinsson fékk framhalds-
menntun við háskólann í Kaupmannahöfn og varð síðar kunnur
embættismaður, sýslumaður í Þingeyjarsýslu og síðar lögmaður.
Árni Þorsteinsson varð bóndi á óðali ættar sinnar 1714 og bjó í
Bólstaðarhlíð til æviloka. Talinn var hann atkvæðamaður og höfð-
ingi í bændastétt, en tók aldrei völd.
Sonarsonur Árna var Björn Jónsson prestur í Bólstaðarhlíð, hinn
,.dætrum frjóvi“. Björn átti 9 dætur, sem allar giftust víðs vegar um