Húnavaka - 01.05.1969, Side 51
HÚNAVAKA
49
Hnausar.
Hnausar urðu til þegar Skíðastaðaskriða féll 1545, en það mun
eitt hið mesta skriðuhlaup, sem hér hefir orðið síðan land byggð-
ist. Atburðar þessa er að sjálfsögðu getið í annálum og ýmsum
heimildum. Verður það ekki rakið hér, en einungis tilfærð umsögn
Jarðabókarinnar 1713, en þar segir svo:
„Skíðastaðir hefur hér heitið jörð til forna, sem lá undir Þing-
eyraklaustur. Hana tók fjallskriða fyrir meir en hálft annað hundr-
að árum. Leifar af túninu sjást enn nú við sunnanverða skriðnna.
Engin önnur byggðamerki eru eftir. Segja menn svo, að tjörn sú,
sem nú er kölluð Skriðutjörn (þ. e. sama tjörnin og nú heitir
Hnausatjörn) hafi þá orðið, en áður verið uppá fjallinu. Það segir
og almennilegt mál, að landið, sem nú er kallað Hnausar, hafi af
þeirrar jarðarinnar umturnan orðið, og staðar numið á Sveinsstaða-
og Steinneslandi. En áður hafi Vatnsdalsá runnið, þar sem nú er
Skriðutjörn og svo norðttr fyrir austan Hnausana, þar sem enn er
kallað Arfar, en með því hræðilega skriðufalli hafi áin stíflast úr
sínum forna farvegi og brostið vestur á Sveinsstaða- og Steinnesland,
þangað, sem nú rennur hún. Það er víst, að ekki minnast nálægir,
að Sveinsstaðamenn hafi brúkað land fyrir austan ána, en þó hefur
þar um í almúgamunni knurr verið, en Steinnesmenn hafa inn til
þess fyrir fáum árum jafnlega beitt kúm sínnm á sumur austur yfir
Vatnsdalsá, á það land, sem nú er Hnausamönnum til brúkunar
fengið. Voru kýrnar reknar Jrar sem enn heitir Nautavað, og gengu
þær svo mótmælalaust Jrar í haganum allt austur undir Arfar og
suður undir Álftatjörn".
Um skriðuhlaup þetta hefir verið töluvert skrifað af fræðimönn-
um okkar. Það verður ekki rakið hér, því að takmarkað rúm Húna-
vökunnar leyfir ekki langt mál tim þetta efni. Læt ég því nægja að
taka hér upp stuttan kafla úr umsögn Jakobs Líndals í bók hans
„Með huga og hamri“ (Rv. 1964):
„Um það leyti er skriðan féll er talið, að Vatnsdalsá hafi runnið
norður með brekkunum að austan og eftir dragi því norður lág-
lendið, er nefnist Árfar, en samtímis er líklegt, þótt ekki hafi ég
séð þess beinlínis getið, að kvísl úr henni hafi runnið til austurs
skammt norðan við, þar sem Flóðið er nú, og svo til norðurs fyrir
neðan Sveinsstaði, þar sem nú er aðalfarvegur árinnar. Leifar þess
4