Húnavaka - 01.05.1969, Side 52
50
HÚNAVAKA
kvíslarfarvegs sjást nú til suðurs skammt sunnan við Hnausabrúna
og munu hverfa undir seinni tíma framburð í hólunum þar suður
af. Milli þessara kvísla og aðal árinnar, er féll norður með austur-
brekkunum, hefur þá verið stór eyja, og standa Hnausar á henni
framanverðri. Þar af mun dregið, að suðurhluti undirlendisins
framan við Húnavatn var kallaður Kylendi, og helzt það nafn enn.
Eins mun núverandi nafn árinnar á Jressu svæði, Kvísl eða Hnausa-
kvísl, vera áframhald af kvíslarnafninu neðan við Sveinsstaði, sem
svo hefur lialdizt, eftir að öll áin hafði flutt sig þangað.“
Olafur Jónsson áætlar í riti sínu „Skriðuföll og snjóflóð“ efnis-
magn skriðunnar niður á láglendinu um eina millj. rúmmetra. Þang-
að niður hafa borizt stórar jarðvegstorfur ásamt möl og smágrjóti.
Land varð því þarna frjósamt þegar jxað greri upp.
Um tildrög byggðarinnar í Hnausum segir í Jarðabókinni, að
Páll Guðbrandsson er hann hélt Þingeyraklaustur „leyfði manni
þeim, sem Tumas er nefndur, að gjöra hér hús, og skyldi hann rækta
Hnausana til túns. Síðan, Jregar ræktast tók, gjörðu Þingeyramenn
hér sel, og var Jrað brúkað inn til Jress fyrir tveimur árum. En eftir
])ví sem ræktun jókst, var hér hafður heyskapur frá Þingeyrum,
bæði á töðum og engjum, voru hér ])á verkamenn frá klaustrinu
á vetrum, sem gáfu heyin, svo hér mátti kalla svo sem nokkurs kon-
ar bú klaustursins“.
Hnausum fylgdu 10 kúgildi 1713 og landsskidd var 2J/9 hundrað.
Tvíbýli var á jörðinni, og báðir bændurnir höfðu töluverð bú.
Rændurnir hétu Jón Bessason og Erlendur Hallsson, og er af þeim
báðurn nokkur saga, sérstaklega Jóni, sem varð mjög kynsæll.
Jón Bessason var bóndason frá Hvarfi í Víðidal. Þar bjó faðir
hans, Bessi Sigurðsson, 1703. Hann var tvíkvæntur og var Jón eftir
fyrri konuna, sem er ókunn. Jón Bessason er fæddur um 1685. Kona
hans hét Guðrún Gísladóttir. Áttu þau fjögur börn, og urðu tvö
þeirra mjög kynsæl. Hér verður getið niðja Jreirra: sonar, sem Jón
hét og dóttur, sem Halla hét.
Jón Jónsson (Bessasonar) bjó á Flögu í Vatnsdal. Hann var þrí-
kvæntur. Síðasta kona hans var Valgerður Sigurðardóttir. Af fjórum
börnum þeirra skulu nefnd þrjú: a) Klemenz Jónsson bóndi í Höfn-
um á Skaga, faðir Klemenzar bónda og srniðs í Bólstaðarhlíð, b)
Halldóra Jónsdóttir, móðir Arnbjargar Þorvarðardóttur fyrri konu