Húnavaka - 01.05.1969, Page 53
HÚNAVAKA
51
Odds Björnssonar bónda á Marðarnúpi, en sonur þeirra var Björn
bóndi á Hofi, faðir Odds prentsmiðjustjóra á Akureyri og Magnús-
ar prófasts á Prestsbakka á Síðu, c) \7algerður Jónsdóttir kona Ein-
ars Jónssonar (frá Skeggsstöðum) bónda í Þverárdal, en sonur þeirra
var Guðmundur bóndi í Þverárdal, faðir jónasar prests á Staðar-
hrauni, afa Jónasar skálds Guðlaugssonar og læknanna Kristjáns
og Jónasar Sveinssona. Sonur Guðmundar í Þverárdal (hálfbr. sr.
Jónasar) var Einar bóndi á Síðu í Engihlíðarhreppi.
Halla Jónsdóttir (Bessasonar) var kona Jóns Guðmundssonar
bónda í Grímstungukoti, en dóttir þeirra var Gróa kona Bjarna
hreppstjóra Steindórssonar í Þórormstungu, og voru börn þeirra:
a) Jón stjörnuspekingur í Þórormstungu, móðurfaðir Jóns Hannes-
sonar bónda á Undirfelli og Þórormstungu, b) Kolfinna Bjarnadótt-
ir, föðurmóðir Astu Bjarnadóttur konu Jóns Hannessonar fyrr
nefnds og Jónasar B. Bjarnasonar bónda í Litladal, c) Helga Bjarna-
dóttir, langamma Jónatans J. Líndals hreppstjóra á Holtastöðum
og d) Gróa, seinni kona Sigvalda Snæbjörnssonar prests í Gríms-
tungum, en börn þeirra voru: síra Bjarni á Stað í Steingrímsfirði,
Ólöf Margrét átti Benedikt Blöndal umboðsmann í Hvammi í
Vatnsdal og Olafur læknir á Bæ í Króksfirði.
Um Erlend Hallsson, sambýlismann Jóns Bessasonar, er minna
kunnugt. Hann var orðinn bóndi á Hólabaki 1703 og hét kona hans
Ingveldur Eiríksdóttir. Tvö börn þeirra vorn í foreldrahúsum 1703,
bæði kornung. Annað þeirra, Hallur Erlendsson (f. 1703) varð bóndi
uppi í Svínavatnshreppi, bjó fyrst í Litladal og svo á Höllustöðum.
Hann var barnmargur, alltaf bláfátækur og þá af sveit. Um niðja
lians er ekki kunnugt svo öruggt sé.
Kjör leiguliða.
Jarðir voru metnar til hundraða aðallega eftir því hve miklum
peningi þær fleyttu. Tuttugu hundraða jörð átti að geta framfleytt
20 kúm eða tilsvarandi í öðrum búpeningi, og hafði þá hvort
tveggja, jörð og bú, sama verðgildi. Samkvæmt landaurareikningi
þurfti í hundraðið af hverju fyrir sig: 1 kú snemmbæra, 6 ær loðn-
ar og lembdar í fardögum, 120 álnir vaðmáls eða 240 fiska. Jörðun-
um fylgdi svo nokkur bústofn, kúgildin. Leigidiðarnir greiddu því