Húnavaka - 01.05.1969, Page 54
52
H Ú N A V A K A
hvort tvegoja, landsskuld af sjálfri jörðinni og leigur eftir kú-
gildin.
Við athugun á leigumála opinberra eigna í sýslunni kemur í ljós,
að landsskuldin er nákvæmlega 1 /20 jarðarverðsins, að eftir hver
20 hundruð í fasteign er goldið 1 liundrað á landsvísu. Jarðarleigan
svarar því til 5% vaxta af höfuðstól. Mun Jretta líkt og meðaltal
alls landsins.
Athuganir Jressar ná til hundrað jarða, sem voru samtals að fast-
eignamati 1971 hundruð og var landsskuld Jreirra 98 hundruð og
50 álnir. Prestssetrin voru í leigulausri ábúð. Þau eru því hér ekki
talin með. Þá hafði og umboðsmaður Þingeyraklausturseigna, Lárus
Gottrúp, leigulausa ábúð á Þingeyrum og þurfti lieldur ekki að
greiða leigur eftir kúgildi staðarins, en Þingeyrum fylgdu 70 kú-
gildi, 30 kýr og 240 ær. Fullar upplýsingar eru ekki um aðrar þrjár
jarðir. Nær því athugunin ekki til nema 100 jarða af 11U/2. sem
voru í opinberri eign.
Þessum 100 jörðum fylgdu alls 419 kúgildi eða tæplega 4V2 kú-
gildi hverri 20 hundraða jörð, og er það nokkuð lægra en þá var
meðaltal alls landsins.
Niðurstaðan af athugunum okkar verður þá Jæssi:
1. Meðal leigujörð er nálægt 20 hundruð að dýrleika.
2. Landsskuld eftir hana er 1 hundrað, sem er sama og eitt kýrverð.
3. Jörðinni fylgir 4l/> kúgildi, sem er sama og 27 ær.
4. Leigur eftir kúgildin voru alls 8J4 fjórðungur smjörs eða 42*4
kíló.
Hér hafa verið atlniguð leigukjör opinberra eigna. Við athugun
á öðrum leigujörðum í sýslunni kemur í ljós, að landsskuldir eru
þar sízt lægri. Leiguliðar Bólstaðarhlíðarmæðgina gjalda t. d. 20
hundruð í landsskuld eftir 365 fasteignahundruð.
Leiguliðar Þingeyraklausturs höfðu verri kjör en aðrir landssetar
opinberra eigna í sýslunni, því að auk landsskuldar urðu þeir að
inna af hendi sérstakar vinnukvaðir. Jarðabókin getur þess, að hinn
30. apríl 1712 hafi Sumarliði Klemenzson lögsagnari, samkvæmt
kröfu Lárusar Gottrúps lögmanns, dæmt á allar jarðir Þingeyra-
klausturs í Áshreppi og Sveinsstaðahreppi þessar kvaðir: Hestlán
á Skaga og dagsverk á engjum. Dagsverkið skal unnið 15.—18. ág.