Húnavaka - 01.05.1969, Side 55
HUNAVAKA
53
og hestlánið daginn fyrir Michalismessu. Viðurlög: 8 merkur í bréfa-
l^rot og 4 merkur í dómrof. í Torfalækjarhreppi voru kvaðirnar:
1 dagsverk að veiði í Langhvl og á sumar jarðirnar að auki 2 hest-
burðir af hrísi heimflutt að Þingeyrum, því að svo er háttað á Þing-
eyrum, að „hrísrif er ekkert nema það sem af Ásum gelst í kvaðar-
nafni“. Landsetar klaustursins í Vindhælishreppi höfðu sloppið að
mestu við kvaðirnar.
Það eru laglegar aukatekjur, sem umboðsmaðurinn hefur nælt
sér hér í, um 35 dagsverk karla um hábjargræðistímann, auk hesta-
vinnunnar og hríssins. Hér er fetað í fótspor Bessastaðavaldsins og
fyrirmyndin var erlend, en sem betur fór varð þó bændaánauðin
aldrei eins mikil hér og í nágrannalöndum okkar.
'l'veir slórbcnidur.
Jarðabókin gerir grein fyrir tölu búfjár lijá hverjum einstökum
bónda. Sá er þó galli á, að framtölin eru ekki miðuð við sama árið,
og meira að segja í Sveinsstaðahreppi eru framtölin tekin að vorinu,
en í hinurn hreppunum að haustinu. Þetta veldur auðvitað ósam-
ræmi. Hitt er þó sennilega verra, að upplýsingarnar eru sumstaðar
óglöggar, t. d. eitthvað af tilgreindum peningi talið óvíst, eða að
förgun er ekki lokið og loks á stórbúinu á Þingeyrum, og það mun
bagalegast, vantar upplýsingar um tölu sumra búfjártegundanna
(eyða í handriti fyrir tölunni). Búfjárframtalið verður því sums
staðar að áætla að nokkru.
Um búfjárframtalið verður ekki rætt frekar að sinni, en nú mun
ég segja ykkur nokkuð frá tveim stórbændum. Stærsta búið hefur
sennilega verið hjá lögmanninum á Þingeyrum, en hann var enginn
venjulegur bóndi og auk þess var framtalið svo gloppótt, að hann
kemur ekki til greina í þessu efni. — En tveir aðrir stærstu bænd-
urnir voru þeir Bjarni Konráðsson á Hóli í Svartárdal og Þorlákur
Olafsson í Forsæludal í Vatnsdal.
Þorlákur hafði útibú á Eiríksstöðum í Svartárdal og með Forsælu-
dal hafði hann Dalkot (í Vatnsdal) og sjötta hluta af Haukagili.
Dalkot var „úrskipt býli af heimajörðinni" Forsæludal, og þá var
ekki sami eigandi að báðum jörðunum. Ekkert af áhöfn Þorláks er
talið til Dalkots.