Húnavaka - 01.05.1969, Síða 56
54
HÚNAVAKA
Bú Þorláks var sem hér segir:
í Forsæludal A Haukagili Á Eiríksstöðum 4 nautgripir 1 nautgripur 7 nautgripir 286 sauðkindur 51 sauðkind 172 sauðkindur 16 hross 1 hross 7 hross
Samtals 12 nautgripir 508 sauðkindur 24 hross
Peningur þessi sundurliðast nánar þannig: 9 kýr, 2 geldneyti, 1 kálfur, 226 ær, 173 sauðir, 110 lömb, 9 hestar, 8 trippi og 2 folöld. Bjarni Konráðsson hafði auk Hóls undir tvær jarðir aðrar í Svart- árdal: Torfustaði alla og hálfa Steiná, og auk þess hjáleiguna Teiga- kot, sem verið hafði í eyði síðan um 1698. Bú Bjarna er talið til bókar á tveim stöðum: Hóli og Torfustöðum og er sem hér segir:
Á Hóli Á Torfustöðum 14 nautgripir 6 nautgripir 243 sauðkindur 125 sauðkindur 11 hross 14 hross
Samtals 20 nautgripir 368 sauðkindur 25 hross
Sundurliðað: 11 kýr, 8 geldneyti, 1 kálfur, 158 ær, 96 sauðir, 120
lömb, 12 hestar, 8 hryssur og 5 trippi.
Þetta hvort tveggja er mikil búfjáreign, enda þurfti 4—5 meðal
Ijændur í sýslunni á móti þeim, Þorláki og Bjarna, hvorum um sig
með búfjáreignina. Mér telst svo til að meðalbúið hafi þá verið:
í Áshreppi 5.32 nautgr. 94.27 sauðk. 7.15 hross
í Bólstaðarhlíðarhr. 5.43 nautgr. 104.15 sauðk. 8.22 hross
í þessum tveim hreppum var meðalbúið töluvert hæst, en lægst
var það í Vindhælishreppi: 3.02 nautgr., 46.96 sauðk. og 3.04 hross.
Sé búinu á Þingeyrum sleppt, þegar fundið er meðalbúið í sýsl-
unni, vegna þess, að upplýsingar um búfjáreignina þar eru alls endis
ófullnægjandi, verður meðalbúið í sýslunni (A.-Hún.):
4.24 nautgripir, 76.58 sauðkindur og 5.88 hross.
Ég vil endurtaka: Búfjárframtölin eru sums staðar að nokkru
leyti áætluð. Niðurstöðutölurnar eru því ekki nákvæmar, en hér
getur þó ekki munað miklu.