Húnavaka - 01.05.1969, Page 57
HÚNAVAKA
55
Það fer ekki hjá því að þeir Bjarni og Þorlákur hafa verið óvenju
dugiegir bændur, því að mikinn dugnað hefur þurft til þess að
lieyta jDessum búum. Báðir bjuggu Jteir við landrými. Beitin var
almennt sótt fast í þá daga. Hún notaðist og betur en nú, Jtar sem
töluverður hluti áhafnarinnar voru sauðir og nokkuð af geldum
nautgripum. Fullorðnir sauðir björguðu sér engu iniður en stóð-
Iirossin og nautin og uxarnir gáfu þeim ekki eftir. I sæmilegum
vetri mun Joví töluverðum liluta búfjárins lítið hafa verið gefið.
Eins og lesendur munu hafa veitt athygli var megin hluti lamb-
anna settur á vetur. Sú var venjan þá. Það sem skorið var af lömbum
voru rýrðar gimbrar, sem menn vildu ekki hafa til undaneldis. Sauð-
kindin var yfirleitt ekki tekin til frálags fyrr en fullorðin.
Það mun koma ýmsum á óvart hvað búin eru stór í Bólstaðarhlíð-
arhreppi 1708, að þár skuli meðalbúið vera stærst. Hlutföllin eru
orðin önnur nú, enda aðstaðan ólík.
Um 1700 réð mestu um afkomumöguleika bóndans landstærð og
landgæði til beitar. Landstærðin þurfti að vera það mikil, að hagar
væru nægir fyrir allan beitarpening á vetrum og ásauðinn allt árið,
því að fráfærur voru á hverju búi. Beitilandið þurfti helzt að hafa
alla Jressa kosti, að vera hagsælt, kjarngott og skjólsamt. Dalajarðir
og fjallabýli með víðáttumikil hálsa- og heiðalönd fullnægðu þessu
helzt og þar buðust jafnan góðir hagar fyrir ærnar um fráfærur, en
eftir því fór sumargagnið.
Bólstaðarhlíðarhreppur hafði upp á þessa kosti að bjóða og veður-
sæld meiri en almennt gerðist í sýslunni.
Þó að þeir Bjarni og Þorlákur væru báðir stórbændur var margt
annað um Jaá ólíkt. Þorlákur var auðugur að fasteign, en Bjarni átti
enga. Ætt Þorláks er kunn og átti hann til merkra manna að telja,
en við kunnum ekki deili á ætt Bjarna. Enn er ótalið: Bjarni var
kvæntur og barnmargur, en Þorlákur kvæntist ekki og lét ekki eftir
sig niðja. Við getum því í raun og veru sagt, að saga Bjarna sé enn
að gerast í niðjum hans, en sögu Þorláks hafi verið lokið á dánar-
dægri, og þó. — Þorlákur átti að vísu enga niðja, en hann var frænd-
margur í héraði, frændrækinn og óspar á stuðningi við ættingja sína
og hefur sennilega átt nokkurn þátt í að móta þá.