Húnavaka - 01.05.1969, Síða 58
56
HÚNAVAKA
Þorlákur Ólafsson.
Þorlákur er fæddur um 1662 á Másstöðum í Vatnsdal. Foreldrar
Irans voru: Síra Ólafur á Másstöðum (f. um 1620, d. 2. nóv. 1662)
Hálfdánarson. Var Olafur aðstoðarprestur föður síns, síra Hálfdán-
ar á Undirfelli Rafnssonar, sem getið verður hér síðar. \7arð Olafur
skammlífur og lézt um líkt leyti og Þorlákur sonur hans fæddist.
Systkini Þorláks voru: Helgi prestur á Stað í Hrútafirði, Guð-
mundur fornfræðingur í Stokkhólmi, Magnús bóndi á Haukagili
og ein dóttir, Sigríður, en dóttir hennar og Einars sýslumanns í
Arnessýslu, Eyjólfssonar var Anna, sem giftist frænda sínum Hálf-
dáni Jónssyni lögréttumanni á Reykjum í Ölfusi, er var hinn mesti
merkismaður. Sonarsonur þeirra var Hálfdán Einarsson skólameist-
ari á Hólum.
Jarðabókin telur þessar fasteignir Þorláks í Forsæludal: Eiríks-
staði og hálfa Brún í Svartárdal, Valadal og Valabjörg í Seyluhreppi
og loks 14 í Haukagili í Vatnsdal. Þorlákur hefur síðar eignazt
a. m. k. hluta úr jörðinni Tungunesi í Svínavatnshreppi, því að
samkvæmt frásögn Húnvetningasögu Gísla Konráðssonar gaf Þor-
lákur eftirtaldar jarðir 1714:
1. Björgu Magnúsdóttur bróðurdóttur sinni 6 hundruð í Tungu-
nesi.
2. Systrunum Solveigu og Oddnýju Björnsdætrum í vinnukonulaun
hálfa jörðina Brún í Svartárdal.
3. Hálfsystur sinni Jófríði Jannesdóttur jarðirnar \7aladal og Vala-
björg.
Þau Jófríður og Þorlákur voru sammæðra. Þórey Ormsdóttir,
móðir Þorláks, giftist aftur eftir að hún varð ekkja Jannesi bónda
í Hvammi í Vatnsdal Brandssyni, sem þá var ekkjumaður. Dóttir
Jreirra var þessi Jófríður, en hálfbróðir hennar (samfeðra) var Jón
bóndi á Grund í Svínadal Jannesson, en synir hans voru lögréttu-
mennirnir: Hafliði Jónsson á Svínavatni (og síðar á Syðri-Ey) og
Jón Jónsson í Miðhópi.
Jófríður Jannesdóttir var 6 árum yngri en Þorlákur Ólafsson,
hálfbróðir hennar. Maður Jófríðar hét Gísli Jónsson. Bjuggu þau
lyrst í Vatnsdal, en fluttu svo upp að Valadal. Synir þeirra voru:
j