Húnavaka - 01.05.1969, Page 59
H Ú N AVA K A
57
Þorlákur í Valadal og Björn lialti og harði á Valabjörgum. Fleiri
voru þau systkinin, og eru þaðan töluverðar ættir.
Gísli Konráðsson kallar Þorlák ýmist hinn ríka eða auðga. Hann
er bæði kenndur við Forsæludal og Eiríksstaði og hefur sennilega
dvalið á þeim jörðum báðum eins og títt var á fyrri tímum um
höfðingja, sem fóru á milli búa sinna.
Bjarii i Kon ráðsson.
Bjarni er fæddur um 1654. Kona hans var Þórdís Jónsdóttir, fædd
um 1655. Ættir þeirra hjóna hafa ekki verið raktar. Um ætt Bjarna
þori ég ekkert að segja, en ég tel líklegt, að Þórdís hafi verið ná-
lrænka Þorláks Olafssonar; að þau hafi verið bræðrabörn og síra
Hálfdán Rafnsson föðurfaðir þeirra beggja.
Skal nú að þessu vikið og verður þá fyrst gerð grein lyrir síra
Hálfdáni.
Hálfdán Rafnsson (f. um 1581, d. 15. nóv. 1655) var hinn merk-
asti maður, vel að sér, söngvinn og skáld gott. Móðir hans var Skóla-
stika dóttir Gamalíels prests að stað í Hrútafirði Hallgrímssonar,
en bróðir hennar var síra Bjarni Gamalíelsson skólameistari á Hól-
um og síðar prestur á Grenjaðarstöðum, hinn mikilhæfasti maður.
Ein dætra Bjarna giftist í Vatnsdal, Margrét, er átti Olaf Hallsson
prest í Grímstungum. Hálfdán varð prestur að Undirfelli 1612
og hélt til dauðadags. Kona hans var Björg Olafsdóttir. Bjuggu þau
við búheill góða á Undirfelli og voru héraðshöfðingjar. Meðal barna
Jjeirra var síra Olafur Hálfdánarson á Másstöðum, faðir Þorláks í
Forsæludal.
Síra Hálfdán á Undirfelli átti son einn utan hjónabands, er Jón
hét (á lífi 1689). Talið er að hann hafi orðið stúdent. Jón bjó á
Hóli og Steiná í Svartárdal. Hann var skáldmæltur eins og handrita-
söfn sýna, en kemur að öðru leyti ekki við sögu. Jón mun hafa verið
búþegn góður og varð velmegandi, enda hafði hann bú á tveimur
jörðum samliggjandi, Hóli og Steiná.
Um Jón Hálfdánarson segir svo í íslenzkum æviskrám: „. . . .yfir-
leitt bar ekki á honum, kemur ekki við skjöl og gerninga og getur
ekki konu hans né barna“. Ég tel þó miklar líkur til, að dóttir Jóns
þessa Hálfdánarsonar hafi verið Þórdís Jónsdóttir kona stórbóndans
Bjarna Konráðssonar á Hóli. Þeir Jón Hálfdánarson og Bjarni búa