Húnavaka - 01.05.1969, Síða 60
58
HÚNAVAKA
á sömu jörðunum og Bjarni virðist hafa tekið við af Jóni. Aldur
Þórdísar kemur og heim við þessa tilgátu, því að hún er fædd 1655.
Þau hjónin á Hóli, Bjarni og Þórdís, áttu fimm börn á lífi 1703,
þrjá sonu og tvær dætur. Elzta barnið, Agnes, var 19 ára og hið
yngsta, Ólafur, 7 ára. Hafa Hólshjónin gifzt upp úr 1680. Þá var
Jón Hálfdánarson enn á lífi, hvort sem hann hætti þá búskap eða
ekki.
Olafur Bjarnason f Konráðssonar) varð síðar bóndi á Steiná og
rnikilhæfur maður, sem kemur töluvert við sögu og varð kunn þjóð-
sagnapersóna. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún
dóttir Björns Hrólfssonar bónda í Stóradal og konu hans Gunnvarar
Benediktsdóttur, systur Þorsteins sýslumanns í Bólstaðarhlíð. Atti
Olafur margt barna með konum sínum, en þar sem dánardægur
Guðrúnar er ekki kunnugt er óvíst hvernig börnin skiptast á kon-
urnar. Elzta barnið hét Guðrún, fædd um 1723, þá kemur Bjarni,
fæddur um 1727, næsta er fætt um 1733 og svo röðin, fædd árin
1738, 1744, 1747 og 1748. Það er ekki öruggt að Guðrún Björnsdótt-
ir hafi átt nema elzta barnið, Guðrúnu Olafsdóttur. Hún var hús-
freyja á Gili í Svartárdal 1762 og átti margt barna. Ekki get ég rakið
þaðan ættir.
Bjarni Olafsson bjó á tveim jörðum í Svartárdal, Skottasúiðum
og Fossum. Kona hans var Hólmfríður dóttir Jóns prests á Bergs-
stöðum Auðunssonar. Frá þeim er komin mikil ætt, sérstaklega frá
Hólmfríði dóttur þeirra og manni hennar, Þórði Jónssyni, en hann
var bróðir Péturs bónda á Hrappsstöðum í Víðidal, föður Magnúsar
bónda í Holti á Asum, föðurföður Magnúsar Björnssonar fræði-
manns á Syðra-Hóli.
Þau Hólmfríður og Þórður bjuggu á ýmsum stciðum í Bólstaðar-
hlíðarhreppi, lengst á Kúfustöðum í Svartárdal. Attu 8 börn, sem
til aldurs komust. Voru alltaf sárfátæk.
Hér er ekki hægt að nefna nema fátt barna þeirra, en einna kyn-
sælust voru:
1. Sigurlaug, átti Jón Rafnsson bónda í Rugludal. Sonarsonur
þeirra var Guðmundur Ólafsson byggingarmeistari á Akureyri.
2. Sólrt'in, átti Björn Hannesson bónda á Rútsstöðum. Meðal barna
þeirra voru Hannes bóndi í Ljótshólum og Björg móðir Hann-
esar Sveinbjörnssonar bónda í Sólheimum.