Húnavaka - 01.05.1969, Síða 61
HÚNAVAKA
59
3. Þórður bóndi í Ljótshólum, kvæntur Valgerði Guðmundsdóttur
frá Mosfelli. Meðal barna Jreirra voru: a. Olafur, föðurfaðir Lár-
usar Olafssonar smiðs á Blönduósi, b. Halldóra móðir Valgerðar
seinni konu Frímanns Bjcirnssonar bónda í Hvammi í Langadal
og c. Steinunn húsfreyja á Geithömrum, móðir Jreirra Þórðar
Sveinssonar læknis á Kleppi og Ragnhildar Sveinsdóttur seinni
konu Þorsteins Þorsteinssonar bónda á Grund.
Áður en Ólafur Bjarnason á Steiná kvæntist átti hann eitt laun-
barn, en frá því verður sagt í næsta þætti.
Björg Magn úsclóttir.
Árið 1703 býr á Haukagili í Vatnsdal Magnús Ólafsson bróðir
Þorláks í Forsæludal (og Eiríksstöðum). Hann er þá 45 ára að aldri
og þriggja barna faðir. Ókunnugt er um konu Magnúsar, en hún
hefur verið nýlega látin fyrir manntal 1703, því að börnin eru þá
öll í bernsku, elzta 11 ára og hið yngsta 5 ára. Meira vitum við ekki
um Magnús Olafsson. Hans er hvergi getið í Jarðabókinni og mun
Jrví vera dáinn fyrir skrásetningu jarðanna í Áshreppi í október
1706.
Haukagilssystkinin voru tveir synir og ein dóttir. Um synina
Þorvarð og Jóhann er ekkert kunnugt, en dóttirin, Björg, gat sér
nokkura sögu.
Björg Magnúsdóttir er fædd um 1692 og dáin um 1770. Hún mun
hafa alizt upp hjá Þorláki föðurbróður sínum og því verið að vistum
með honum bæði að Haukagili og F.iríksstöðum. Dvölin í Svartár-
dal varð til þess, að kynni tókust með Björgu og Olafi syni Bjarna
Konráðssonar á Hóli, en þau hafa verið þremenningar að frændsemi
frá síra Hálfdáni Rafnssyni, ef rétt er getið til um ætt Þórdísar
móður Ólafs. Kynni þessi höfðu þær afleiðingar, að Björg fæddi
Ólafi sveinbarn um 1721, er fékk nafnið Guðmundur. Hann varð
síðar tengdasonur Árna Þorsteinssonar í Bólstaðarhlíð, fékk Guð-
rúnar dóttur hans og seinni konunnar, Ólafar Jónsdóttur frá Æsu-
stöðum. Bjuggu þau á parti af Bólstaðarhlíð 1762, og telur Gísli
Konráðsson þrjú börn þeirra.
Ekki varð af samvistum með þeim Björgu og Ólafi og virðast
þau bæði hafa gengið í hjónaband skömmu eftir að Guðmundur