Húnavaka - 01.05.1969, Síða 62
60
HCNAVAKA
Ólafsson fæddist, ef treysta má aldursákvörðunum kirkjubóka. Ól-
afur kvæntist eins og fyrr segir Guðrúnu Björnsdóttur frá Stóradal,
en Björg varð húsfreyja að Bollastöðum. Fyrstu hjónabandsbörn
þeirra hvors um sig virðast vera fædd 1723. Ymsar spurningar leita
á hugann í sambandi við ástamál Bjargar og Olafs, en heimildir
leyfa ekki að gef'a svör.
Maður Bjargar hét Grímur Jónsson. Foreldrar hans: Jón Jónsson
hreppstjóri og kona hans Helga Pétursdóttir bjuggu 1703 á Bolla-
stöðum við góðan efnahag. Jón mun hafa látizt í bólusóttinni 1707,
Jrví að Helga býr ekkja á Bollastöðum 1708 (Jarðabókin). Hún var
þá ekki eldri en fimmtug og hefur sennilega búið á Bollastöðum
Jrangað til Grímur sonur hennar tekur við.
Manntalið 1703 telur 6 systkini Gríms. F.itthvað af Jreim hefur
sennilega fallið í valinn með föður sínum í bólunni, en kunnugt
er um bræður lians þrjá, sem urðu bændur: Halldór og Odd á F.iðs-
stöðum og Jón á Botnastöðum.
Grímur Jónsson er fæddur um 1693 og dáinn um 1740. Björg
mun svo hafa búið ekkja á Bollastöðum til vorsins 1743, en þá flyt-
ur hún að Tungunesi og býr Jaar óslitið ágætu búi til 1760. Brá hún
Joá búi og tengdasonur hennar, Pétur Jónsson, tekur við jörðinni.
Síðast geldur Björg til sveitar 1769. Hún varð kona gömul, búforkur
hinn mesti osr hélt reisn sinni til æviloka.
o
Vitað er um þrjú börn þeirra Bjargar og Gríms:
1. Margrét Grímsdóttir, dáin í Sólheimum 8. marz 1785, Joá talin
63 ára og ætti því að vera fædd um 1722. Við höfum aðra aldurs-
ákvörðun á Margréti. Hún var húskona í Sólheimum 1760—’63,
og við manntalið 1762 er hún talin 35 ára. Ætti hún eftir Joví
ekki að vera fædd fyrr en 1727. Margrét var fyrri kona Jóns Bene-
diktssonar í Sólheimum. Þau munu hafa gifzt 1763, en þá var Jón
21 eða 22 ára. Ef aldursákvörðunin við dánardægur Margrétar er
rétt, ætti hún að hafa verið 41 árs þegar hún giftist. Tel ég þetta
ekki ólíklegt, því að einungis eitt barn þeirra hjóna er þekkt, Bene-
dikt, sem deyr barnlaus og nýkvæntur um áramótin 1786—’87. Ann-
ars gátu þau hafa misst eitthvað af börnum í bernsku, þó að það
sé ókunnugt.
2. Helga Grímsdóttir, dáin 1. jan. 1785, þá talin 62 ára og ætti
Joví að vera fædd um 1723. Maður hennar hét Pétur Jónsson. Þau