Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 63
HÍJNAVAKA
61
bjuggu í Tungunesi 1760—1780, en svo nokkur ár á Svínavatni. Eft-
ir lát konu sinnar gerðist Pétur próventumaður hjá Jóni Benedikts-
syni í Sólheimum og lézt þar 18. jan. 1807, 81 árs. Árið 1762 eiga
þau Helga og Pétur eina dóttur, tveggja ára, en annars er engin ætt
kunn frá Jreim hjónum.
3. Hálfdan Grímsson, fæddur um 1728, dáinn 18. sept. 1805. Lík-
legt má telja að hann hafi alizt upp í Tungunesi með móður sinni.
Fyrst er Hálfdanar getið 1757. Þá verður hann mótbýlismaður bónd-
ans í Haga í Þingi, Illuga Jannessonar. Kona Hálfdanar hét Guðrún
Jannesdóttir, og hefur hún sjálfsagt verið systir sambýlismannsins.
Ekki er vitað hvenær þau giftust, en elzta barn Hálfdanar er talið
fætt um 1756. — Stutt varð í búskapnum í Haga. Vorið 17.58 flytja
báðir bændurnir í burtu, Illugi upp að Litladal í Svínavatnshreppi
og kvænist þar ekkjunni Solveigu Olafsdóttur (Björnssonar á Guð-
laugsstöðum, Þorleifssonar). Þau Illugi og Solveig bjuggu síðast á
Guðlaugsstöðum, og var sonarsonur jreirra Guðmundur Arnljóts-
son hreppstjóri á Guðlaugsstöðum.
Hálfdan Grímsson flutti frá Haga að Hæli á Ásum og þar býr
hann fram yfir 1762, en 1774 býr hann á Þorbrandsstöðum í Langa-
dal. Nær þá ábúð á Brekkukoti í Þingi, þar sem hann býr samfellt
árin 1775—1791. Varð Hálfdan ])á ráðsmaður í Hnausum, en þar
hafði þá klausturshaldarinn á Þingeyrum, Oddur Stefánsson nótar-
ius, útibú.
Hálfdan var góður og gegn bóndi og varð sæmilega vel megandi.
Hann var meðhjálpari við Þingeyrakirkju, og þótti það ekki lítill
vegsauki á Jæim tímum. Hann fær þann vitnisburð hjá sóknarpresti
sínum, að hann sé „ráðvandur dánumaður".
Guðrún Jannesdóttir, kona Hálfdanar, lézt 1. nóv. 1800, 70 ára
að aldri. Hún entist verr en maður hennar og var heilsulítil síðustu
árin. Kunnugt er um fjögur börn |reirra hjóna, sem voru í foreldra-
húsum 1784: Ólafur eldri (i. um 1756), Magnús (f. um 1762), Svan-
borg (f. um 1770) og Ólafur yngri (f. um 1776).
Magnús Hálfdanarson bjó í Holti á Ásum, Hurðarbaki og Brekku.
Hann lézt í Hnausum 8. sept. 1832. Svanborg flutti 1816 frá Hurð-
arbaki til Skagafjarðar. Um þá nafna, Ólafana, er mér ekkert kunn-
ugt.