Húnavaka - 01.05.1969, Síða 66
JAKOB ÞORSTEINSSON:
Nokkur orá um Vestur-ísl. skáldkonu
Á s.l. sumri kom stór hópur Vestur-íslendinga hingað í heimsókn.
Þjóðræknisfélagið tók á móti hópnum, skipulagði ferðalög, meðal
annars norður í land. Einnig greiddi það götu fólksins á allan þann
liátt, sem félaginu var unnt að framkvæma.
Ein í hópi þessum var austur-húnvetnsk kona, frú Hólmfríður
Daníelsson, og kom hún hingað í boði Húnvetningafélágsins í
Reykjavík. Einnig kom eiginmaður hennar, Hjálmur Frímann
Daníelsson, ættaður irá Hólmlátri á Skógarströnd á Snæfellsnesi.
Hann er fæddur hér heima 12. október 1882, fluttist 12 ára gamall
til Vesturheims.
Til íslands hafði hann aldrei áður komið, en er nú orðinn 86
ára gamall. Hann er mjög ern eftir aldri, sviphreinn, gáfulegur og
frjálsmannlegur í viðmóti og viðræðum.
Þau hjónin hafa tekið mikinn þátt í félagslífi Vestur-íslendinga.
Frti Hólmfríður vakti mikla athygli þeirra, sem henni kynntust hér
heima. Það leyndi sér ekki í viðræðum að þessi gáfaða og menntaða
kona var vel að sér í íslenzkum fræðum og að hún lætur sér annt
um allt, sem íslenzkt er.
Daginn eftir komu þeirra hjóna bauð Húnvetningafélagið þeim
til kaffidrykkju í Átthagasal Hótel Sögu, og voru þar saman komnir
all margir Húnvetningar og sitt hvað til skemmtunar, rneðal annars
ávarpaði Páll Kolka þessi heiðurshjón, þá sýndi Þorsteinn Ásgeirs-
son litskuggamyndir, sem vöktu mikla athygli gestanna.
Samkvæmt beiðni okkar sem að þessu boði stóðu las frú Hólm-
fríður upp frumsamda sögu, sem hún nefndi „Ástríður".
Að upplestri loknum urðu viðstaddir undrandi hvað þessi kona
hafði mikið vald á íslenzkri tungu, bæði hvað ritstíl og framburð
snerti og hafa þó ekki dvalið á íslandi nema fyrsta ár ævi sinnar.
Eg fór þess á leit við frú Hólmfríði að saga þessi yrði birt ásamt
fleiru eftir hana í húnvetnsku riti, og fékk ég samþykki hennar fyrir
því. Ég gaf henni síðasta árgang Húnavökunnar, sem henni leizt
mjög vel á, og finnst mér því vel viðeigandi, að eftirfarandi sögtir