Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 68
66
HÚN AVAKA
ari fyrstu lúthersku kirkju í Winnipeg. Hefur ferðazt á vegum ÞjóSræknisfélags-
ins, æft söngflokka, kennt íslenzku og flutt erindi svo hundruðum skiptir um
íslenzk menningarntál, sögu, bókmenntir og listir víðs vegar um Canada og
Bandaríkin og í útvarp, og einnig fyrir Imperial Order Daughters. Heimsótti
Island 1938 og dvaldist þar um 10 vikna skeið. Ritstörf: I ritstjórn The Icelandic
Canadian um 7 ára skeið og formaður hennar, hefur skrifað ýmsar greinar í það
tímarit. Sá um litgáfu á Iceland’s Thousand Years ásamt próf. Skúla Johnson,
og eru þar inngangsorð og fyrirlestur eftir hana. Grein um vestur-íslenzka lista-
menn í Tímariti Þjóðræknisfélagsins 1950. Lagfærði og fjölritaði bókina „Three
Tirnes a Pioneer”, eftir Magnús G. Guðlaugsson, White Rock, B. C. (Winnipeg
1958). Ýmsar greinar í blöðum vestan hafs. — Sonur: 1. Baldur Lc Roy Daníels-
son, f. 1. jt'ilí 1921, B. Sc. frá Manitobaháskóla, málmfræðingur hjá Vulcan Iron
and Engineering, Winnipeg, fyrst aðstoðarmaður Jóns Olafssonar stálfræðings,
síðan yfirmaður, eftir að Jón lét af störfum. Síðan 1952 yfirmaður Hudson Bay
Mining & Smehing Co. í Flin Flon, Man. K.: Emily White.
HÓLMFRÍÐl’R DANÍELSSON:
ÁSTRÍÐUR
Það var liðið langt fram á haust, árið 1906. Frumskógur Nýja-ís-
lands stóð nú sviftur öllu sínu skrúði og lyfti berum, ísköldum örm-
um til hæða. Var það sem svar við bæn hans, að fyrsta haustmjöll
féll nú hægt og þétt niður á hin visnu brjóst jarðarinnar. Hún strauk
mjúklega um Jjera limi trjánna; hún kyssti á vangann einstaka vis-
ið og einmana lauf, sem enn hélt sér dauðahaldi í kulnaða grein;
hún l^reiddist yfir lög og láð og lagðist mjúklega með ofurlitlum
sorgarsveiflum á tveggja mánaða gamalt leiði Einars Ólafssonar, sem
var fyrsti minnisvarði landnemanna í nýlendunni, sem að nefnd var
Árdals-byggð. Það var sem ró og kyrrð haustsins og hin fagra, drif-
hvíta fönn tækjust í hendur og vildu breiða yfir og fela í skauti sínu
hinar visnuðu vonir sumarsins, sem hyljast í hjörtum mannanna
barna.
En í brjósti Ástríðar, hinnar ungu ekkju Einars heitins, bjó hvorki
ró né friður; þar var ólgandi öldurót af sorg, örvænting og kvíða,
en kvíðinn tók þó öllu fram, því að það var framtíðin, sem blasti