Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 69
HÚNAVAKA
67
við, hræðiles; 02: óviss, — framtíð litlu föðurlausu barnanna henn-
ar — fimm að tölu; þar við bættist tilhugsunin um það, að fengi
hún sjálf afborið hinn ógnandi vetur, sem nú fór í hönd, þá mundi
að vori bætast eitt enn í hópinn.
En nú var ekki tími til að hugsa um það. Og þróttmiklu íslenzku
konurnar, sem slitu sig frá ættlandi og ástvinum til þess að veita
börnum sínum öruggari framtíð í ókunnu landi, voru yfirleitt ekki
svo skapi farnar, að láta yfirbugast af sjálfsmeðaumkun. Nú var
fyrir Astríði aðeins tími til að vinna, vaka og biðja. Eitt reiðarslagið
enn hafði skollið yfir litla heimilið; börnin lágu öll í mislingum.
A þessum árum voru mislingar mjög skæð hitasótt og oft banvæn
bæði börnum og fullorðnum. Nágrannar Astríðar, eins og algengt
var meðal Vestur-íslenzku frumherjanna, tóku mikla lilutdeild í kjör-
um hennar, og sýndu hjálpsemi eftir því, sem framast var unnt.
Þeir drógu heim og söguðu við í eldfærin, og reyndu að sjá um að
hún hefði hinar allra nauðsynlegustu vistir. F.n þessar tvær kýr varð
hún að hirða sjálf og gera öll fjósverkin, því inn í fjósið þorði engin
manneskja að koma, — hvað þá heldur inn fyrir húsdvr — svo mikil
var hræðslan við veikina!
Kristín, elzta dóttir Ástríðar, sjö ára telpa, hafði veikzt fyrst, og
var nú farin að eigra um, máttlaus og aumingjaleg, og iiðsinna
hinum litlu sjúklingum, gefa jreim að drekka, breiða ofan á þá, og
láta í ofninn, þegar mamma var úti. Rannveig litla, sex ára, hafði
fyrstu dagana hjálpað mömmu sinni eftir megni, gert marga snún-
inga, og ruggað og kveðið og meira að segja gengið um gólf með
litlu systur, sem alltaf skældi; en svo lagðist hún mjög þungt haldin
og var tvísýnt um líf hennar. Hafði þá „hómópati", sem var á ferð
að vitja sjúklinga í nágrenninu verið beðinn að líta inn til Ástríðar.
Skottulæknirinn lagði hendina á heita, þrútna brá Rannveigar, leit
á tungu hennar, taldi æðaslögin og sagði með spekingssvip: „Heila-
bólga á hæsta stigi!“ Veikin nær að líkindum hámarki á þriðja degi
hér frá og þá verður einhver breyting til batnaðar eða . . . .“ Hér
varð honum orðfall, er hann leit í örvæntingarfull augu móðurinn-
ar; liann gaf nokkrar ráðleysislegar ráðleggingar, — kvaddi í skyndi
og fór.
Nú var þriðji dagurinn að kveldi kominn. Börnin lágu nokkurn
veginn róleg og hálfsofandi í litla svefnherberginu. Rannveig, sem
hafði legið í eins konar óráðsmóki mestan hluta dagsins, svaf nú og