Húnavaka - 01.05.1969, Side 70
68
HÚNAVAKA
andaði snöggt en reglulega. Astríður gekk um gólf í fremri stofunni;
hún staðnæmdist við gluggann og starði svefnþrungnum augum út
í rökkrið og hríðina; gekk enn nokkur skref, hélt niðri í sér and-
anum og hlustaði við dyr svefnklefans; setti við í bæði eldfærin; sett-
ist í ruggustólinn, studdi hönd undir kinn og hvíslaði nokkur sund-
urlaus bænarorð; spratt upp, tók spýtu til að setja í ofninn, — en
hann var þá alveg fullur. . . .
Þá var klappað hægt á útihurðina. Ástríður lauk upp. Úti stóð
Sigrún Egilsdóttir, nágTannakona og frænka hennar. En ekki stóð
hún við dyrnar, heldur hafði hún fært sig spölkorn í burtu eftir
að hafa gert vart við sig. Astríður fleygði yfir sig sjali og gekk út til
tals við Sigrúnu. Nú var orðið all skuggsýnt, — stuttu, afskornu
trjábolirnir fyrir framan „sjantan" í skógarrjóðrinu, h()fðu sett upp
háar, hvítar húfur og stóðu teinréttir sem taflmenn á borði; og
kyrrðin og hin hvíta fönn umvöfðu allt! Þarna stóðu þær, andspænis
hvor annarri, báðar tvær frumherjar, mæður og ekkjur: Ástríður
ung og fíngerð, blíðlynd, viðkvæm og lítt reynd; Sigrún þrekleg,
stálhraust og margreynd í lífsbaráttunni; liafði hún misst mann
sinn fyrir mörgum árum, tekið heimilisréttarland í Árdals-byggð
og dreif nú áfram búskapinn með dugnaði og hetjuskap, ásamt
þremur uppkomnum börnum sínum. — Þarna stóðu þær! Og þótt
þær bæru af trjástofnunum sem drottningar af peðum, voru þær þó
ekki aðeins peð á skákborði forlaganna?
Sigrún spurði eftir börnunum og grennslaðist til um vistarforða
Ástríðar. „Og Rannveig litla,“ sagði hún, „er hún ekkert betri?“
„Guð veit það; hún sefur; þetta er þriðji dagurinn." Ástríður
talaði stillilega, en hún fann að hún var að missa stjórn á tilfinn-
ingum sínum; það voru þá að lokum nokkur hluttekningarorð og
návist vinar, sem fengu yfirbugað tilfinningar hennar. Sigrún veigr-
aði sér við að skilja Ástríði eftir eina í þessari dauðans angist. Þeim
var mikið niðri fyrir, konunum, en samræður urðu litlar og slitrótt-
ar. Loks strauk Sigrún raunalega hvítu húfuna af einum trjástofn-
inum, lagði á hann tveggja dala seðil, mælti nokkur bænar- og hug-
hreystandi orð, þurrkaði sér um augun og sneri heim á leið venju
fremur þung í spori.
Ástríður tók andköf. Hún komst inn í húsið, fleygði sér niður á
legubekkinn og titraði af niðurbældum ekka. Að eðlisfari var hún
lífsglöð og léttlynd og lét ekki á sig fá, þótt ekki gengi allt að óskum.