Húnavaka - 01.05.1969, Page 72
70
HÚNAVAKA
Hún kveikti ljós og flýtti sér inn til barnanna. „Hvernig líðnr
þér, elskan?“
„Ó, mamma, mér er alveg batnað, en ég er svo þreytt.“ Það var
auðséð á útliti Rannveigar að hún var mikið betri — komin yfir
hættuna. Ljósið varpaði brosandi bjarma yfir litla hópinn. „Já, þau
eru áreiðanlega öll að frískast, Guði sé lof!“ Astríður sjálf var ein-
hvern veginn furðanlega endurhresst eftir þennan stutta svefn. Hún
brosti við börnunum og sagði:
„Já, nú skal ég gefa ykkur súpu að borða og þið verðið að borða
vel, elskurnar, svo að þið verðið stór og sterk og dugleg fyrir hana
mömmu." Og Ástríður fór glöð í geði að lífga við í eldfærunum og
raulaði fyrir munni sér:
„Því Drottinn telur tárin mín,
ég trúi og huggast læt.“
II.
LEIKSÝNINGIN.
Svo liðu fjögur ár. Fyrir framúrskarandi dugnað og sjálfsafneitun,
og með Guðs hjálp og góðra manna, tókst Ástríði að halda lífinu í
börnunum. Drengirnir liöfðu verið teknir til fósturs, svo að heima
hjá Ástríði voru aðeins stúlkurnar fjórar. Yngsta stúlkan var sælleg
og fjörug og bar engin merki liðinnar krossgöngu móðurinnar.
Rannveig og Stína, orðnar tíu og ellefu ára, voru duglegar og vel-
virkar. Á þeim tímum fannst þeim tilveran dásamlega einföld og
ekki stórviðburðarík. Hugmyndaflug höfðu þær ótakmarkað, svo
að ]:>ær ummynduðu alla vinnu sína og gerðu úr henni alls konar
leiki og merkis atburði. Þegar þær drógu heim við og söguðu í eld-
færin voru þær að byggja brýr yfir stórfljót; þegar þær báru inn
snjó voru þær að vinna í dýrmætri „sykurnámu"; og kýrnar þeirra
voru glæsilegir gæðingar, sem áttu að bera þær um öll töfralönd
heimsins, og auðvitað varð að hirða þær dyggilega, fara vel með þær
og meira að segja bursta þær daglega. Unaðssemd daganna var í því
fólgin að hjálpa elsku mömmu, sem var svo góð við þær, og vann
frá morgni til kvölds, svo að þeim gæti öllum liðið vel.
En ímyndunaraflið og leikurinn báru stundum vinnuna ofurliði
og þá dróst nú ögn fyrir þeim að ljúka verkum, eins og gengur.