Húnavaka - 01.05.1969, Síða 73
HÚNAVAKA
71
í rökkrinu hjálpuðu þær oft mömmu sinni við tóskap. Þá sagði
hún þeim yndislegar sögur og kenndi þeim að syngja lög og kvæði
eftir íslenzku skáldin. Svo var kveikt ljós. Vinnunni var haldið
áfram, en nú var sú tilbreyting að Astríður eða Stína las upphátt;
og ungir hugir fylltust ýmist aðdáun, meðaumkun eða vígamóði, er
þeir fylgdu eftir kjörum fornaldarkappanna. Þannig gerði Astríður
heimilislífið aðlaðandi og skemmtilegt fyrir börn sín. Hún tók og
drjúgan jrátt í félagslífi byggðarinnar, var vinsæl og vel metin.
Miðpunktur félagslífsins var félagshúsið í miðri byggðinni, sem
var notað fyrir samkomur og guðsþjónustur. Fyrr á tíð var það einn-
ig skólahús, en fyrir nokkrum árum höfðu verið byggðir skólar bæði
í Framnesbyggð og að Ardal, sem var um jressar mundir í þann
veginn að hreykja sér upp og verða smá þorp. Loksins var hin lang-
þráða járnbraut komin alla leið norður! Þrjár verzlanir höfðu þegar
verið stofnaðar, og byggðarbúar gerðu sér góðar vonir um bjartari
og hagkvæmari framtíð.
Astríður hafði selt járnbrautarfélaginu svo að segja alla landar-
eign sína fyrir bæjarstæði, og enda þótt söluverðið væri átakanlega
lágt varð þetta hin stórkostlegasta hjálp í hinni örðugu baráttu henn-
ar. Vonirnar vöknuðu á ný, og henni fannst hún sjá út við sjón-
deildarhringinn hylla undir uppfylling drauma sinna um framtíð
barna sinna. — Einnig var það henni mikið gleðiefni að geta rétt
hjálparhönd þeim, sem bágt áttu.
Á frumbýlingsárunum voru kröfur almennings til skemmtana
mjög í hófi. Fólk hafði yndi af því að koma saman í heimahúsum á
jólum og öðrum hátíðum, spila marias og vist, leika jólaleik og
pantleik, og drekka súkkulaði og' borða blessaða jólabrauðið. Og
eldri börnin fengu oftast að vera með á Jressum gleðimótum. Það
var oft glatt á hjalla á litla heimilinu hennar Ástríðar; hún var ljúf
og lipur heim að sækja, og fjör hennar og léttlyndi var gestum henn-
ar sem svaladrykkur eftir strit og áhyggjur dagsins. Við slík tækifæri
voru Stína og Rannveig sannarlega hrókar alls fagnaðar.
Og svo voru samkomurnar. Þennan vetur var mikið um dýrðir,
því byggðarfólk var að æfa „Skuggasvein“. Það var síður en svo að
erfitt þætti að koma á æfingar þó sumir leikendurnir væru frá yztu
endum byggðarinnar. F.ftir kveldverkin var hoppað upp í sleðana,
gæðingarnir stukku af stað, og „bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt“.
Þegar sleðarnir mættust við samkomuhúsið, urðu ærsl, hróp og köll