Húnavaka - 01.05.1969, Síða 74
72
HUNAVAKA
02: kátína; en svo voru hestarnir leiddir inn í hesthúsið 02,' allir tóku
til starfa með du°naði o° áhuga. Þarna voru samankomnir ágætir
leikhæfileikar, listamenn og hugvitsfólk. Tjcildin voru máluð af ung-
um, listfengum byggðarmanni. Kvenfélagskonur höfðu ráð undir
hverju rifi er dubba þurfti upp búninga, hárkollur o. s. frv. Allur
þessi undirbúningur útheimti rnikið ráðabrugg, mörg handtök og
nálarspor; einnig var sannarlega bráðnauðsynlegt að hressa upp á
blessað fólkið með kaffi, svo að kvenfélagskonur komu á æfingar,
ef því varð við komið. Varð því hver einasta leikæfing nokkurs kon-
ar skemmtisamkoma.
Þó að mikil gleði og eftirvænting byggi í hjörtum allra þessa síð-
ustu daga janúarmánaðar, þá var það blátt áfram lítilfjörlegt í sam-
anburði við þá dýrð og þann ljóma, sem ríkti yfir sálum Stínu og
Rannveigar, því að á þessa frábæru leiksýningu áttu þær að fara,
báðar, með mömmu sinni! Mikið óskiip voru dagarnir lengi að líða,
eins og mörg ár; ef eitthvað kauni nú fyrir, svo að þær gætu ekki
farið! Þær máttu ekki hugsa til þess: Skelfing vildu þær vera góðar
og þægar og duglegar! Þær burstuðu kýrnar þar til húð þeirra gljáði,
Jrær tíndu upp hvert strá í kringum heystakkinn, svo að ekkert færi
til spillis, þær fylltu vatnskassann og stóru tunnuna í eldhúsinu af
snjó svo að stór kúfur stóð upp af; og þær gleymdu alveg i svipinn
að snjórinn var dýrmæt „sykurnáma", því að nú var það stærri og
merkilegri leikur sem fyllti huga þeirra.
Loksins kom hinn mikli dagur, eða öllu heldur hið mikla kveld.
Guðlaug gamla var komin til að vera lijá börnunum. Stína og Rann-
veig voru löngu komnar í sparikjólana, allar þvegnar og uppstrokn-
ar. Fólkið frá Hólmi kom Jreysandi í hlaðið á stórum, opnum sleða;
mæðgurnar flýttu sér upp í, voru vafðar ábreiðum, og svo var lagt
af stað í loftköstum eftir gjallhörðum veginum.
Tjaldið var dregið upp! — Aldrei höfðu Stína og Rannveig séð
nokkra mynd, sem jafnaðist á við þetta undursamlega leiksvið, þó
að lýst væri það aðeins af fjórum olíulömpum, sem stóðu á gólfinu
nreð skífum fyrir frantan, og einum hengilampa. íslenzku bændurn-
ir voru auðvitað með hár niður á bak og skegg upp að augum, —
úr ull. Eiginlega höfðu þeir engin andlit og rödd þeirra þvældist
þarna einhvern veginn út um svolítið gat á ullinni. Stína og Rann-
veig kenndu sárt í brjósti um þá, þeir stikluðu á leiksviðinu svo ein-
kennilega, hálfbognir og vandræðalegir. Gvendur, garmurinn,