Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 75
HÚ NAVAKA
73
skrækti ámátlega og hoppaði alltaf stanzlaust í kring um húsbónda
sinn, klæddur mórauðum, prjónuðum ullarbuxum.
Utilegumennirnir voru geigvænlegir og Skuggasveinn alveg yfir-
oens>'iles;a stór 0? atrimmúðlegur 02: allur vafinn sauðagærum. Þeir
öoO 00 OO o
brýndu söxin og drundu ógurlega. - Stína og Rannveig gripu hönd-
um saman alveg gagnteknar af sælukenndri hræðslutilfinningu.
En hann Haraldur í fögru bláu skikkjunni, fegri en nokkur
prins, nteð yndislegu, gullbjörtu hárlokkana, úr kaðli, sem konurn-
ar höfðu rakið upp og litað svo dásamlega. Og auminginn hún Ásta
hékk þarna svo voðalega hátt uppi í klettasnös, — auðvitað var það
aðeins tæp þrjú let frá gólfinu, — hún ætlaði að hrapa niður í hyl-
dvpis gljúfur! „Faðir minn,“ lirópaði hún í angist, „Faðir vor,“ bað
hún lágt en skýrt; og svo missti hún af brúninni og féll niður, lengra
og lengra, öl 1 þessi óttalegu þrjú fet féll hún, og var áreiðanlega
töpuð, dæmd til ógurlegs dauðdaga í dimmu gljúfrinu. Rannveig
liélt niðri í sér andanum, — þá kom prinsinn, Haraldur, og greip
Astu. „Deyðu ekki,“ sagði hann lágt og blíðlega. Alla sína æfi mundi
Rannveig muna þessi orð, þótt hún sæi þúsund leikæfingar, og þótt
hún sæi Skuggasvein leikinn hundrað sinnum, gæti hún aldrei
gleymt því, hvernig hinn fyrsti Haraldur í Árdals-félagshúsinu sagði
við hana Ástu þessi orð: „Deyðu ekki!“
Og svo sungu þau. Sál Rannveigar leið úr líkamanum og settist
að á leiksviðinu hjá Haraldi og Ástu. Nú hafði hún fundið uppfyll-
ing allra sinna óljósu drauma. O, að þessi fagri söngur tæki aldrei
enda!
„Gott á fuglinn fleygi, sem
fjötra engin bönd.
En fótur vor er fastur, þá
fljúga vill önd.
Já, fótur er fastur. . . .“
En því miður tók leikurinn loksins enda, og mæðgurnar héldu
heimleiðis, þessa hálfa aðra mílu, fótgangandi, því að hitt fólkið
ætlaði að dansa fram á morgun. F.ftir því, sem leið á nóttina hafði
hert frostið, svo að nú var korninn grimmdar gaddur. Ekki leið á
löngu þar til stúlkunum var orðið afar kalt á fótunum; en það var
nú víst tilvinnandi fyrir svona dýrlegt ævintýri; þær vissu varla af
því, þær hlupu við fót og töluðu um leikinn.