Húnavaka - 01.05.1969, Page 76
74
HÚNAVAKA
En von bráðar var ekki hægt að dylja það lengur að þær voru alveg
að frjósa á fótunum; litlu, þunnu sauðskinnsskórnir voru allt annað
en skjólgóðir í svona veðri, og helzt til þröngir líka. En þær voru
í þykkum og góðum ullarsokkum og nú datt Stínu ráð í hug, sem
hún hélt að væri mjög smellið. „Mamma, ætli það sé ekki bezt að
við tökum af okkur skóna?“ Svo tóku þær af sér skóna og hlupu,
það sem eftir var af leiðinni á sokkunum; og þeim fannst allur heim-
urinn vera eitt stórt, titrandi ánægjubros, og tunglið skein á glitr-
andi snjóinn og gerði úr honum milljónir demanta; og undrandi
stjörnur depluðu kankvíslega augunum uppi í hinum háa himni.
Húsið var hlýtt og notalegt er heim kom, og systurnar voru ekki
lengi að komast ofan í rúmið sitt.
„Heyrðu, mamma,“ sagði Rannveig, „er mikið af svona leikjum
út um heiminn?" „Já, Rannveig litla, í borgum eru skrautleg leik-
hús þar sem fólk hefir það fyrir atvinnu að vera leikarar og fær sér
sérstaka æfingu og lærdóm í þeirri list.“ Löngu seinna heyrði Ást-
ríður hvíslað lágti „Mamma.“ — Hvaða ósköp voru þetta. Rannveig
var þá ekki sofnuð enn! „Mamma,“ hvíslaði hún, „á ég að segja
þér leyndarmál? — Þegar ég verð stór þá ætla ég að verða leikkona."
Og útþráin bar hana óðfluga inn í dásamleg ævintýra- og drauma-
lönd; hún hafði alveg gleymt því að. . . . fótur vor er fastur, þá
fljúga vill önd.