Húnavaka - 01.05.1969, Síða 79
HÚNAVAKA
77
mjög algengt í þá daga að fátæku mennirnir áttu sér fárra kosta
völ, bæði hvað jarðnæði snerti og fleira. Það var hreinn viðburður
ef „svoleiðis menn" gátu náð í nema örgustu kot. Þannig fór líka
fyrir Benedikt heitnum. Hann varð að gera sér að góðu að setjast
að á lélegu koti, og verst var að það var svo afskekkt fjallakot, að
til tíðinda mátti telja að maður kæmi þangað. Þar sem ljústofninn
var mjög lítill, varð Benedikt að stunda töluverða vinnu utan heim-
ilis, til að sjá fyrir sinni fjölskyldu. Það getur því hver maður gert
sér það ljóst að einmanalegt hefur verið fyrir þessa ungu konu að
sitja dögum saman alein heima yfir smábörnum, ekki sízt á stað
eins og þessum, þar sem svo mjög var þokusamt, að heilar vikurnar
út gat verið niðaþoka.
Það fór því svo, að eftir nokkurra ára dvöl, þarna upp til fjall-
anna, (þetta var í Vöglum, sem er fremsti bær i austanverðum Vatns-
dal) tók að bera á því að Jósefína Leifsdóttir, kona Benedikts, fór
að verða mjög undarleg með köflum, var oft þegjandaleg, sinnulaus
og vildi þá helzt lialda sig við rúmið.
Þetta liaust, sem hér um ræðir, fannst Benedikt hann vera til
neyddur að vinna sér sem mest inn utan heimilis. Hann tók því að
sér eins mikið af göngum og réttum og frekast var unnt. Mig minn-
ir að hann þyrfti sjálfur að láta í Sandgöngur, sem kallað var, og
fór ég í þær fyrir hann. Enn man ég hvað hríðin var vond, sem á
okkur skall og hvað mér varð voðalega kalt. Ég var illa búinn, að-
eins í þunnum fötum og „utan yfir jakkalaus“. Ekki bætti það
úr skák að ég varð fyrir því óhappi að eitt sinn er ég fór af baki
og lagði frá mér svipuna og vettlingana, ruku hestarnir frá mér
og ég þeyttist eftir þeim, en gleymdi vettlingum og svipu og hef
hvorugt séð síðan. Ægilega næddi mig um allan skrokkinn, en þó
fór svo að ég komst lifandi ofan.
Benedikt hafði tekið að sér að fara í þrennar göngur á Auðkúlu-
heiði, einar fyrri og tvennar síðari. Einnig tók hann að sér að hirða
fé í Vatnsdalsrétt fyrir einhvern Svínhrepping og átti ég að gera
það, en sjálfur ætlaði hann að hirða Auðkúlurétt fyrir Áshrepp. Ég
kom seint heim um kvcildið, sem ég kom úr göngunum, og leizt
mér fremur þunglega á heilsu Jósefínu. Hún hélt sig í rúminu,
þungbúin og mjög þegjandaleg. Ekki talaði hún orð nema á hana
væri yrt.
Næsta morgun reif ég mig upp, eldsnemma, og fór í fjósið að