Húnavaka - 01.05.1969, Blaðsíða 80
78
HÚNAVAKA
gefa kúnum. IJað var versta veður og þarna uppi var orðið alhvítt
af snjó. Mikið fannst mér Jósefína undarleg og var á báðunr áttum,
hvort þorandi væri að fara frá heimilinu, þar sem konan var í rúm-
inu og ekki annað fólk heima, en hún, börnin og telpukrakki um
fermingu. Ég reyndi að tala um þetta við Jósefínu, sagði lrenni að
ég ætti að draga fyrir Svínhreppinga í réttinni. Lítið vildi hún við
mig tala um þetta, en sagði þó um síðir að líklega yrði ég að fara.
bá fór ég að búa mig til ferðar. F.kki var útbúnaður minn góður,
þar sem konan lá rúmföst og þjónustubrögð öll í molum. Til dæmis
voru nærbuxur, sem ég var í, allar tóm göt, svo að mig hryllti við
að þurfa að gista á bæjum og láta fólkið sjá mig svona til reika.
Einnig sokkarnir voru mjög götóttir. Fjórtán ára unglingur þurfti
dálitla hörku til að rífa sig að heiman við svona aðstæður, og það
í versta veðri og slydduhríð. Samt dreif ég mig af stað og fór senr
leið lá út að Undirfellsrétt. Þegar þangað kom voru þar mættir
Svínhreppingarnir og var Bjarni Jónasson, kennari frá Litladal,
fyrirliði þeirra. Ég gaf mig fram með hálfunr huga, þó ekki alveg
strax, því að feimni ætlaði alveg að drepa mig, og ég fann mikið
til þess hve illa ég var til reika. Ég var allur orðinn holdvotur og
skalf sem hrísla. Þó kom að því að ég mjakaði mér til Bjarna og
sagði honurn að ég ætti að draga með þeim. Þá hafði Bjarni orð á
því að ég kæmi nokkuð seint. Alla tíð síðan hef ég séð eftir því
að ég hafði mig ekki upp í að segja honum allan sannleika þá strax. I
stað þess lét ég í það skína að ég hefði verið búinn að gleyma hirð-
ingunni, sem var þó mesta fjarstæða, ástæðurnar voru aðrar eins og
áður er sagt. En fyrst ég var kominn út í þetta var bezt að reyna að
standa sig. Nú fór ég að trítla um réttina og gá að mörkum og þar
sem ég var fljótt glöggur á fé og mörk, fann ég nóg til að draga. Ég
sparaði mig ekki, heldur dró af kappi, til þess að fá í mig hita, því
að nú var komin krepjuhríð. Ég kippti líka inn í Vagladilkinn þeinr
fáu kindum, sem jraðan voru. F.kki er að orðlengja það að allan
daginn dró ég af kappi og allt var búið fyrir myrkur. Þá var safnið
rekið af stað og í ána fyrir austan réttina yfir á Hofsengjarnar, því
að nú átti að bæla féð um kvöldið milli Hofsmelanna, sem kallað
var. É.g fór heim að Vöglum um kvöldið, en átti að vera mættur
með birtu um morguninn, sem ég og gerði. Þá var enn hríð og urð-
um við að vera þarna yfir fénu þann dag allan. Um kvöldið leit út
fyrir að birta mundi upp og vildi foringinn að við yrðum, sem flest-